Vitund og virðing fyrir kvenfrelsi og jafnfrétti allra kynja er forsenda þess að uppræta staðalímyndir um hlutverk kynjanna og tryggja jafnrétti í raun á öllum sviðum samfélagsins. Hugrekki og framsýni þarf til að tryggja að Ísland verði áfram í fararbroddi á alþjóðavettvangi um jafnrétti. ....

Öflugt menntakerfi byggir á framúrskarandi menntun með áherslu á þekkingu, vellíðan, þrautseigju og öfluga félagsfærni og tekur tillit til örra breytinga samfélagsins. Aðgengi að námi, skapandi félags- og tómstundastarfi og fjölbreyttu menningaruppeldi frá unga aldri skal vera jafnt með tilliti til kynja, kynvitundar, kynhneigðar, þjóðernis,...

Stærstu áskoranir samtímans eru á sviði umhverfismála. Ísland á að vera í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og því neyðarástandi sem vofir yfir heimsbyggðinni. Við verðum að taka stór skref strax og koma á hvötum þannig að þau borga sem menga. Sjálfbær og ábyrg...

Ísland á að vera virkt í alþjóðlegu samstarfi sem málsvari mannréttinda, jafnréttis og frjálsra og réttlátra viðskipta og standa þannig vörð um lýðræði og frið á heimsvísu. Með þeim hætti eflum við menningu og hag Íslands sem og þeirra þjóða er styðja hliðstætt gildismat. Ísland...