Viðreisn er frjálslyndur og alþjóðlega sinnaður flokkur. Hann byggir stefnu sína og störf á jafnrétti og hugmyndafræði frjálslyndis. Grunnstefna Viðreisnar byggist á fjórum hornsteinum: Frjálslyndi og jafnrétti, réttlátu samfélagi, efnahagslegu jafnvægi og alþjóðlegri samvinnu....

Samþykkt á sveitarstjórnarþingi Viðreisnar þann 30. janúar 2020   Öflug sveitarfélög Styrkja þarf sveitarstjórnarstigið með sameiningu og samvinnu sveitarfélaga. Öflug sveitarfélög eru betur í stakk búin til að takast á við lögbundin verkefni og færa þannig þjónustu og ákvarðanatöku nær íbúum. Auka þarf aðkomu sveitarfélaga að lykilákvörðunum um...

Samkeppni, sjálfbærni, jafnrétti og nýsköpun eru leiðarstef sem eiga að ríkja í öllum atvinnurekstri. Viðreisn treystir frjálsum markaði almennt til að skila bestum ábata fyrir fólkið í landinu. Stjórnvöld skulu búa fyrirtækjum hagstæð rekstrarskilyrði og draga úr efnahagssveiflum....

Aukið viðskiptafrelsi, markviss efnahagsstjórn, einfaldara reglugerða- og skattaumhverfi, öflug samkeppni, stöðugur gjaldmiðill og virk þátttaka í alþjóðlegu viðskiptalífi eru grunnforsendur efnahagslegra framfara, aukinnar framleiðni og varanlegrar kaupmáttaraukningar....

Þjónusta við fólk verði í öndvegi skipulags heilbrigðis- og velferðarmála, sem standa eigi öllum til boða óháð efnahag. Setja þarf tímasetta heilbrigðisstefnu til 2030, sem er áfangaskipt með mælanleg markmið og með tryggða fjármögnun í fjármálaáætlun stjórnvalda. Kostnaðargreining verði grundvöllur fjárveitinga til allrar velferðar- og...

Viðreisn stendur fyrir frjálst og neytendavænt þjóðfélag. Mikilvægt er að fólki sé frjálst að búa og starfa þar sem það kýs. Hið opinbera á ekki að standa í vegi fyrir fólki heldur greiða því veginn. Neytendur skulu ávallt vera í forgrunni.   Tryggjum eignarhald þjóðarinnar á...

Vitund og virðing fyrir kvenfrelsi og jafnfrétti allra kynja er forsenda þess að uppræta staðalímyndir um hlutverk kynjanna og tryggja jafnrétti í raun á öllum sviðum samfélagsins. Hugrekki og framsýni þarf til að tryggja að Ísland verði áfram í fararbroddi á alþjóðavettvangi um jafnrétti. ....

Öflugt menntakerfi byggir á framúrskarandi menntun með áherslu á þekkingu, vellíðan, þrautseigju og öfluga félagsfærni og tekur tillit til örra breytinga samfélagsins. Aðgengi að námi, skapandi félags- og tómstundastarfi og fjölbreyttu menningaruppeldi frá unga aldri skal vera jafnt með tilliti til kynja, kynvitundar, kynhneigðar, þjóðernis,...

Stærstu áskoranir samtímans eru á sviði umhverfismála. Ísland á að vera í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og því neyðarástandi sem vofir yfir heimsbyggðinni. Við verðum að taka stór skref strax og koma á hvötum þannig að þau borga sem menga. Sjálfbær og ábyrg...

Ísland á að vera virkt í alþjóðlegu samstarfi sem málsvari mannréttinda, jafnréttis og frjálsra og réttlátra viðskipta og standa þannig vörð um lýðræði og frið á heimsvísu. Með þeim hætti eflum við menningu og hag Íslands sem og þeirra þjóða er styðja hliðstætt gildismat. Ísland...