Viðreisn gefur framtíð þinni tækifæri

Þegar við göng­um til kosn­inga í dag blasa skýr­ir val­kost­ir við. Valið stend­ur á milli stjórn­mála­flokka sem hafa fram­sýni og þor til að breyta ónýt­um og óþörf­um kerf­um og þeirra sem vilja verja það sem alltaf hef­ur verið. Valið er ein­falt því kyrrstaða leiðir ekki af sér ný tæki­færi held­ur stöðnun.

Bæt­um hag heim­il­anna

Efna­hags­mál snú­ast um dag­legt líf okk­ar allra. Og við sjá­um aft­ur mynd sem við þekkj­um. Íslands­banki spá­ir því að stýri­vext­ir hækki um 2 pró­sentu­stig á næstu tveim árum. Það hækk­ar mánaðarleg­ar greiðslur af óverðtryggðu 40 m.kr. láni um 75.000 kr. Vext­ir eru marg­falt hærri en á Norður­lönd­un­um. Þessi staða er hins veg­ar ekki lög­mál held­ur af­leiðing af póli­tískri stefnu.

Viðreisn vill tengja krón­una við evru, líkt og Dan­ir hafa gert. Það mun færa stöðug­leika sem hér vant­ar og það mun lækka kostnað fólks við að eign­ast heim­ili og að reka það. Fyr­ir fyr­ir­tæki er grund­vall­ar­atriði að geta gert áætlan­ir og að vissa sé um helstu út­gjaldaliði. Svo er ekki í dag. Hlut­verk stjórn­valda er að skapa skil­yrði til að dag­legt líf fólks og fyr­ir­tækja í land­inu sé gott, stöðugt og sam­keppn­is­hæft. Til þess þarf stöðugan gjald­miðil.

Stöðug­leiki fyr­ir öll, ekki bara sum

Helsti boðskap­ur rík­is­stjórn­ar­flokk­anna nú, er um mik­il­vægi stöðug­leika. Efna­hag­stjórn nú­ver­andi stjórn­ar skilaði þjóðinni hins veg­ar ósjálf­bær­um rík­is­sjóði áður en heims­far­ald­ur skall á. Rík­is­sjóður var vit­lausu meg­in við núllið, þegar all­ar aðstæður voru okk­ur í hag. Þess vegna er tal um stöðug­leika stjórn­ar­inn­ar held­ur bros­legt.

Á hverju ári verða rík­is­sjóður og al­menn­ing­ur í land­inu af millj­örðum vegna þess að út­gerðin greiðir ekki sann­gjarnt markaðsgjald fyr­ir af­not af fiski­miðunum. Kvóta­kerfið sem slíkt hef­ur sannað gildi sitt til að tryggja sjálf­bæra auðlind en út af stend­ur að inn­heimta eðli­lega gjald­töku fyr­ir af­not af fiski­miðunum. Viðreisn vill að hluti kvót­ans fari á markað á ári hverju og markaður­inn svari því hvert verðmætið er. Með þessu skap­ast sátt í einu helsta þrætu­máli þjóðar­inn­ar und­an­farna ára­tugi og at­vinnu­grein­in fær stöðug­leika með lang­tíma­samn­ing­um um nýt­ingu auðlinda.

Þorum að horfa til framtíðar

Viðreisn þorir að skora kyrr­stöðuna á hólm í þágu næstu kyn­slóðar. Við vilj­um færa æsku lands­ins ný tæki­færi til framtíðar og fara í aðgerðir til að skapa betri aðstæður til fram­búðar. Viðreisn vill fjár­festa mark­visst í mennt­un og ný­sköp­un. Við vilj­um skapa fyr­ir­tækj­um skil­yrði til að sækja fram. Við vilj­um niður­greiða sál­fræðiþjón­ustu. Við vilj­um sann­girni í sjáv­ar­út­vegi. Við vilj­um gefa heim­il­um og fyr­ir­tækj­um svig­rúm og segj­um nei við skatta­hækk­un­um á næsta kjör­tíma­bili.

Við leggj­um fram aðgerðir um græna hvata í lofts­lags- og um­hverf­is­mál­um. Til að skilja við heim­inn betri en við tók­um við hon­um. Mark­mið Viðreisn­ar er að Ísland verði leiðandi í um­hverf­is- og lofts­lags­mál­um á heimsvísu, rétt eins og í jafn­rétt­is­mál­um. Í því felst mik­il­væg sýn og mark­mið í þágu næstu kyn­slóðar.

Verk­efnið í dag er ein­falt. Að hefjast strax handa við að skapa sam­fé­lag sem býður fólk­inu í land­inu góð lífs­kjör og lífs­gæði, til fram­búðar. Að við hætt­um að beita skyndi­lausn­um og þorum að horfa til framtíðar. Þess vegna á að kjósa á Viðreisn.

Greinin birtist fyrst á Morgunblaðinu 23. september 2021