Benedikt Jóhannesson

Öllum kemur við hvernig peningum almennings er varið. Þess vegna lagði ég áherslu á það sem fjármálaráðherra að allir hefðu aðgengi að reikningum ráðuneytanna á vefnum opnirreikningar.is. Það var ekki þrautalaust að koma því í gegn.

Til þess að fyrirtæki beri sig verða þau að fá nægar tekjur. Auðvelt er að segja að eigendur fyrirtækja geti sjálfum sér um kennt að hafa samið um allt of há laun. Málið er ekki svona einfalt. Styrking krónunnar veldur því að mörg fyrirtæki í útflutningi fá miklu minni tekjur núna en þegar þau sömdu um launin.

Benda má á aðra tegund af popúlisma, sem lengi hefur reynst stjórnmálamönnum vel. Samfélaginu er skipt upp í gott fólk og vont fólk. Vonda fólkið getur verið af ýmsu tagi. Það getur verið elítan, eina prósentið, stjórnvöld, innflytjendur, menningarvitar, stórmarkaðirnir, trúfélög, bankarnir. Allt spillta forréttindaliðið. Góða fólkið er allur almenningur og stjórnmálamaðurinn sem talar máli hinna óspilltu.

Þrír menn eiga öðrum fremur heiðurinn af því að skipa Íslandi í fylkingu Evrópusambandsþjóða, með aukaaðild að sambandinu: Davíð Oddsson, forsætisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og Björn Bjarnason, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Samningurinn er mesta pólitíska afrek þeirra allra.

Morgunblaðið fór fremst í flokki þeirra sem lögðu áherslu á nauðsyn veiðigjalda og hafði að lokum árangur sem erfiði. Nú er lítið deilt um kvótakerfið sjálft eða hvort greiða eigi gjöld fyrir veiðiréttinn, heldur aðeins hvernig skuli reikna þau gjöld. Vinstri stjórnin, næst á undan þeirri sem nú situr, lagði grunninn að þeim veiðigjöldum sem nú eru innheimt. Draumurinn var að reikna út svonefnda auðlindarentu, sem er fræðilegur mælikvarði á afrakstur af greininni.

Í Alþingiskosningunum haustið 2017 dreifðu nokkrar vef- og samfélagsmiðlasíður nafnlausum áróðri sem beint var gegn ákveðnum stjórnmálamönnum og -flokkum og studdi óbeint aðra. Þorgerður K. Gunnarsdóttir vakti athygli á þessum vinnubrögðum á Alþingi og krafðist rannsóknar.

Á Íslandi eigum við einn Trump en marga Cartera. Fáir hafa miklar hugsjónir sem sína pólitísku leiðarstjörnu og ólíklegt að þjóðin taki stökk fram á við undir þeirra leiðsögn. Í stjórnarmyndunarviðræðum nú í haust var flest falt og grimmt slegið af.