Af þeim 60 bráða­birgða­til­lögum sem starfs­hópar „Auð­lindarinnar okkar“ hafa lagt fram er að finna 3 til­lögur sem fjalla um auð­linda­gjöld. Til­laga 45 fjallar um hækkun veiði­gjalda og ein­földun út­reikninga þeirra, til­laga 46 fjallar um fyrningar­leið og til­laga 47 um auð­linda­sjóð og lög­bundna dreifingu til sveitar­fé­laga....

Starfshópur Auðlindarinnar okkar hefur nú kynnt bráðabirgðaniðurstöður sínar og lagt fram 60 tillögur til úrbóta þar sem markmiðið er fyrst og fremst að auka sjálfbærni í sjávarútvegi. Skrefin sem horft er til eru þrjú, þ.e. bætt umgengni við umhverfið, hámörkun verðmæta og sanngjarnari skipting þeirra...

Markmiðið með tollasamningi Evrópska efnahagssvæðisins var að auka samkeppni á íslenskum matvörumarkaði. Eins og alþekkt er leiðir einokun og fákeppni til minna vöruúrvals og hærra verðlags. Því er aukin samkeppni óneitanlega til góða fyrir neytendur. Á smáum markaði, eins og hinum íslenska, erum við sérstaklega...

Nú­verandi ríkis­stjórn hefur setið við stjórn­völinn í tæp sex ár. Sjálf­skipuð ein­kennis­orð hennar hafa verið efna­hags­legur stöðug­leiki og pólitískur friður. Á lands­þingi Við­reisnar nú um helgina kom saman öflugur hópur fólks sem hafnar þessari skapandi túlkun ráð­herranna á eigin stjórnar­tíð – og rétt­nefnir meintan frið kyrr­stöðu....

23 athugasemdir eru gerðar, margar mjög alvarlegar, um brotalamir, aðgerðarleysi, slælegt eftirlit, lélega stjórnsýslu og hagsmunaárekstra sem undirstrika mjög bersýnilega skort á pólitískri sýn, aðgerðum og forystu um eina mikilvægustu atvinnugrein okkar Íslendinga, hið ört vaxandi fiskeldi. Eitt af því sem Ríkisendurskoðun nefnir er að samþjöppun...

23 athugasemdir eru gerðar, margar mjög alvarlegar, um brotalamir, aðgerðarleysi, slælegt eftirlit, lélega stjórnsýslu og hagsmunaárekstra sem undirstrika mjög bersýnilega skort á pólitískri sýn, aðgerðum og forystu um eina mikilvægustu atvinnugrein okkar Íslendinga, hið ört vaxandi fiskeldi. Eitt af því sem Ríkisendurskoðun nefnir er að samþjöppun...

Fyrir keppnisleiki þarf töluverðan undirbúning sem oft ræður úrslitum þegar upp er staðið. Þjálfarateymi er ráðið til starfa, leikmannahópur valinn, markmið sett og svo langar og strangar æfingar. Það er ekki yfirstandandi heimsmeistaramót í handbolta sem vekur þessar hugrenningar hjá mér heldur orð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra...

Lykilatriði í búskap hverrar þjóðar er að tryggja samkeppnishæfni atvinnulífsins. Þjónusta ríkisins þarf líka að standast samanburð við það besta sem þekkist í grannlöndunum. Ríkissjóður Íslands stendur jafnfætis öðrum að því leyti að heimildir til skattheimtu eru svipaðar. Hins vegar geta aðrar kerfislegar aðstæður skekkt samkeppnisstöðu ríkissjóðs...