Að málefnum Grindavíkur frátöldum er sú sérkennilega staða uppi á Alþingi að þrír flokkar af átta sitja við ríkisstjórnarborðið, en allir, nema VG, eru í málefnalegri stjórnarandstöðu í flestum veigamestu dagskrármálunum. Þetta er sannarlega ekki í fyrsta skipti, sem ágreiningur rís milli flokka í ríkisstjórn. En hitt...

Það blasir við öllum að staða Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, er mjög veik. Það er auðvitað með talsverðum ólíkindum að undanfarnar vikur hefur ráðherra setið í meirihlutastjórn án þess að njóta stuðnings samstarfsflokkanna. Útspili hennar í morgun, um að óháðir aðilar fari yfir þá stjórnsýslu og...

Það er áhugavert að á sama tíma og sprengjum rignir yfir fjölskyldur örfárra tjaldbúa á Austurvelli virðist utanríkisráðherra hafa meiri áhyggjur af tjöldunum en sprengjunum. Það er sjálfsagt og eðlilegt að ræða með hvaða hætti fólk má mótmæla á Austurvelli en við verðum öll að...

Starfshópi sem ætlað var það verkefni að skoða framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga til lengri tíma, sem skipaður var vegna afleiðinga náttúruhamfaranna í Grindavík, skilaði innviðaráðherra tillögum fyrir síðustu jól. Niðurstaða hópsins var sú að nóg er til af lóðum til uppbyggingar á nýju húsnæði, verði...

Allt er breytt, jarðhræringarnar á Reykjanesskaga og hamfarirnar í Grindavík hafa breytt öllum forsendum byggðarþróunar á höfuðborgarsvæðinu. Við þurfum að skoða skipulagsmálin upp á nýtt. Vænt fólksfjölgun næstu áratuga mælist í tugum þúsunda og ætla má að flestir þeirra muni vilja búa á SV horninu....

Stjórnarflokkarnir staðhæfa að hlutdeild ríkissjóðs í lausn kjarasamninga muni ráða úrslitum um framvindu verðbólgu og vaxta. En munu væntanlegar aðgerðir ríkissjóðs í raun stuðla að lækkun verðbólgu? Eru stjórnarflokkarnir sammála um niðurskurð eða tekjuöflun vegna nýrra útgjalda? Hvaða áhrif hefur ólík hugmyndafræði stjórnarflokkanna á möguleika...