Fréttir & greinar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar

Við getum ekki beðið lengur

Loftslagsmálin verða að vera í brennidepli hjá næstu ríkisstjórn enda fékk mannkynið „rauða aðvörun“ í nýrri skýrslu IPCC eins og António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna orðaði það. Viðreisn mun berjast fyrir því að Ísland geri margfalt betur en fráfarandi ríkisstjórn lagði upp með sinni stöðnunarpólitík.

Lesa meira »
Benedikt Jóhannesson

Margur verður af auðlind api

Eitt skipt­ir meg­in­máli í kom­andi kosn­ing­um og um alla framtíð. Að þjóðin fái sinn sann­gjarna hluta af verðmæt­inu sem felst í fiski­miðunum: Sjáv­ar­út­veg­ur borgi markaðstengt auðlinda­gjald með því að ár­lega fari ákveðinn hluti kvót­ans á markað. Flókn­ara er það ekki. Skoðum álita­efn­in: 1. Þjóðin á auðlind­ina. Útgerðar­menn nýta hana

Lesa meira »

Að kjósa utan kjörfundar

Það skiptir máli að öll atkvæði berist og að allir kjósendur fái tækifæri til að greiða atkvæði í Alþingiskosningum 25. september 2021. Listabókstafur Viðreisnar er C Hér getur þú flett um hvar þú átt að kjósa á kjördag og í hvaða kjördæmi þú tilheyrir. Þeir

Lesa meira »
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar

Hið raun­veru­lega lím ríkis­stjórnar

Fyrr í vetur lagði Viðreisn fram beiðni á Alþingi um skýrslu sem felur í sér kortlagningu eignarhalds og umsvifa íslenskra útgerðarfyrirtækja og dótturfyrirtækja þeirra í íslensku atvinnulífi. Þetta er lykilplagg. Plagg sem ríkisstjórnin virðist ætla að stinga undir stól fram yfir kosningar. Það er svo

Lesa meira »
Þorsteinn Pálsson

Hvor leiðin að stöðugleika er betri?

Allir stjórnmálaflokkar hafa stöðugleika á stefnuskrá. Pólitískur stöðugleiki, sem felst í því einu að ríkisstjórn sitji, kemur að litlu haldi ef sú seta tryggir ekki stöðugleika í þjóðarbúskapnum og næga verðmætasköpun. Stöðugleikaáhrif stjórnvalda birtast einkum í stjórn þeirra á gjaldmiðlinum og ríkissjóði. Króna með eða

Lesa meira »
María Rut Kristinsdóttir

Hinn duldi faraldur

Ofbeldi er ekkert annað en faraldur. Ógeðslegur faraldur af mannavöldum sem hefur gríðarlegan eyðileggingarmátt. Ný bylgja skall á með krafti. Enn ein bylgjan. Ólíkt þeim heimsfaraldri sem við höfum verið að kljást við síðastliðið ár er ekkert bóluefni í boði, enginn settur í sóttkví, ekkert

Lesa meira »
Guðbrandur Einarsson

Að ræna komandi kyn­slóðir

Allt frá hruni hafa reglulega komið upp hugmyndir um að auka tekjur ríkisins í dag með því að skattleggja innborgun í lífeyrissjóð. Það er að greidd verði staðgreiðsla af framlagi í lífeyrissjóð um leið og greidd er staðgreiðsla af launum, í stað þess að hún

Lesa meira »
Ingvar Þóroddsson Alþingiskosningar 2021

Um spænska togara og hræðsluáróður

„Sameiginleg sjávarútvegsstefna heitir sameiginleg sjávarútvegsstefna af því að hún er sameiginleg.“ Þessi fleygu orð lét Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra falla á Alþingi í vor þegar umræða fór fram um endurupptöku aðildarviðræðna við Evrópusambandið að frumkvæði þingflokks Viðreisnar. Rauði þráðurinn í málflutningi ráðherra var sá að

Lesa meira »

Skima, skima, skima!

Nýjasta bylgja COVID er gríðarleg vonbrigði og kom fólki í opna skjöldu. Bylgjan skall á af áður óþekktum þunga aðeins fjórum vikum eftir að ríkisstjórnin fagnaði sigri og óskaði landsmönnum gleðilegs sumars og frelsis. Góður árangur Íslands í bólusetningum átti að marka tímamót í baráttunni

Lesa meira »
Þorsteinn Pálsson

Mögulegar málamiðlanir

Stundum er sagt að pólitík sé list hins mögulega. Hversu langt geta menn við stjórnarmyndanir vikið frá því sem þeir sögðu kjósendum án þess að missa trúnað þeirra? Listin er að finna þau mörk. Athyglisverð skoðanakönnun Í síðasta mánuði var birt skoðanakönnun, sem sýndi að

Lesa meira »
Þórunn Wolfram. Alþingiskosningar. Suðurkjördæmi (SU). 2. sæti

Takk fyrir að velja Ísland!

Árið 1946 ákvað 24 ára Dani fara með vini sínum að leita nýrrar framtíðar í Vesturheimi. Á leið sinni vestur um haf stoppuðu þeir á Íslandi til að vinna sér inn aur til ferðalagsins og enduðu í vinnu austur á Kirkjubæjarklaustri. Vinurinn hélt för sinni

Lesa meira »
Benedikt Jóhannesson

Okkur vantar alvöru leiðtoga

Ívor lést Poul Schlüter, sem lengst allra var forsætisráðherra í Danmörku eftir stríð. Þegar hann lést voru fréttaskýrendur í Danmörku sammála um að ákvörðunin um að festa dönsku krónuna við þýska markið myndi halda nafni hans lengst á lofti. Hann fórnaði sjálfstæðum gjaldmiðli fyrir stöðugleika.

Lesa meira »