Guðbrandur Einarsson

Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Giftur Margréti Sumarliðadóttur, hársnyrtimeistara og eiga þau 5 börn. Elstur er Davíð Guðbrandsson sem er fæddur 1979. Eftir að hafa fætt andvana dreng árið 1995 sem gefið var nafnið Dagur, eignuðust þau ári seinna tvíburana Sigríði og Sólborgu. Rúmum tveimur árum seinna mættu svo aðrir tvíburar til leiks og heita þeir Einar og Gunnar. Guðbrandur á síðan tvær yndislegar afastelpur sem heita Móeiður Ronja og Margrét Filippía og einn lítinn afastrák sem fæddist í byrjun ágúst. Áhugamál eru tónlist, stjórnmál, fjölskyldan og sveitin í Vaðnesi. Guðbrandur brennur fyrir eflingu grunnþjónustu og réttlátari skiptingu landsins gæða.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur glímt við verulegan vanda í áratugi. Þessi vandi er margþættur: mönnunarvandi, húsnæðisvandi, fjármögnunarvandi en einnig samskiptavandi sem oft hefur blossað upp og þá sett stofnunina í mjög erfiða stöðu. Því miður hefur ekki verið bætt úr þessu þrátt fyrir hróp úr samfélaginu, ályktanir...

Með vinnuframlagi sínu tryggja launamenn framlag í Atvinnuleysistryggingasjóð sem er fjármagnaður með skyldugreiðslu tryggingagjalds, sem m.a. er nýtt til fjármögnunar sjóðsins og Fæðingarorlofssjóðs. Á sínum tíma stóð Atvinnuleysistryggingasjóður einn og sér með talsvert eigið fé, en var síðan sogaður inn í ríkissjóð. Þannig varð um...

Bæjarfulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar fór mikinn í bókun sem hún lagði fram á bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 1. desember. Þar eyddi hún miklu púðri í að upplýsa okkur sem lítið vitum, um að við værum að leggja fram bandvitlausa fjárhagsáætlun sem byggði á úreltri þjóðhagshagspá. Bæjarfulltrúinn segir...