Guðbrandur Einarsson

Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Giftur Margréti Sumarliðadóttur, hársnyrtimeistara og eiga þau 5 börn. Elstur er Davíð Guðbrandsson sem er fæddur 1979. Eftir að hafa fætt andvana dreng árið 1995 sem gefið var nafnið Dagur, eignuðust þau ári seinna tvíburana Sigríði og Sólborgu. Rúmum tveimur árum seinna mættu svo aðrir tvíburar til leiks og heita þeir Einar og Gunnar. Guðbrandur á síðan tvær yndislegar afastelpur sem heita Móeiður Ronja og Margrét Filippía og einn lítinn afastrák sem fæddist í byrjun ágúst. Áhugamál eru tónlist, stjórnmál, fjölskyldan og sveitin í Vaðnesi. Guðbrandur brennur fyrir eflingu grunnþjónustu og réttlátari skiptingu landsins gæða.

Hvert er ákallið í samfélaginu? Ef einhver dæmdi samfélagið okkar eftir verkum ríkisstjórnarinnar myndi viðkomandi álykta að hér væri hávært ákall um viðvarandi skuldasöfnun hins opinbera á meðan grunnstoðirnar eru skildar eftir. Af verkum hennar mætti líka ætla að samfélagið kallaði eftir endurteknum fjárlögum þar sem...