Þorsteinn Pálsson

Að málefnum Grindavíkur frátöldum er sú sérkennilega staða uppi á Alþingi að þrír flokkar af átta sitja við ríkisstjórnarborðið, en allir, nema VG, eru í málefnalegri stjórnarandstöðu í flestum veigamestu dagskrármálunum. Þetta er sannarlega ekki í fyrsta skipti, sem ágreiningur rís milli flokka í ríkisstjórn. En hitt...

Stjórnarflokkarnir staðhæfa að hlutdeild ríkissjóðs í lausn kjarasamninga muni ráða úrslitum um framvindu verðbólgu og vaxta. En munu væntanlegar aðgerðir ríkissjóðs í raun stuðla að lækkun verðbólgu? Eru stjórnarflokkarnir sammála um niðurskurð eða tekjuöflun vegna nýrra útgjalda? Hvaða áhrif hefur ólík hugmyndafræði stjórnarflokkanna á möguleika...

Umræður stjórnarþingmanna og ráðherra um álit Umboðsmanns Alþings á embættisathöfnum matvælaráðherra hafa dýpkað stjórnarkreppuna. Boltinn í fangi VG Formaður þingflokks sjálfstæðismanna segir að áfellisdómurinn þurfi að hafa afleiðingar. Formaður þingflokks framsóknarmanna tekur nú í svipaðan streng. Báðir þingflokkar bíða þó eftir því að þingflokkur VG taki á málinu....

Al Jaber er iðnaðarráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Jafnframt er hann forstjóri stærsta ríkisolíufyrirtækis þeirra og forseti loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur verið varfærinn í því að skrifa hlýnun jarðar á reikning olíunotkunar. Minni alþjóðlega athygli hefur vakið að hann er líka bakhjarl alþjóðlegu einkastofnunarinnar Hringborðs norðurslóða. Hliðarstofnun...

Sú var tíð að talað var um siglda menn og sigldar konur. Það var til marks um að þeir sem í hlut áttu hefðu aflað sér þekkingar og reynslu eða stækkað sjóndeildarhring sinn meðal annarra þjóða. Á vef Samtaka atvinnulífsins má sjá að forystumenn þess flugu...

Þjóðarsáttin á vinnumarkaði 1990 byggðist á stefnubreytingu í gengismálum. Í því ljósi kom ekki á óvart í haust að verkalýðshreyfingin skyldi fara þess á leit við Samtök atvinnulífsins að erlendir sérfræðingar yrðu fengnir til að gera óháða könnun á kostum þess og göllum að taka upp...