Valdimar Birgisson

Valdimar Birgisson er fæddur árið 1962 á Ísafirði og er bæjarfulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Hann vann frá unga aldri við fiskvinnslu á Ísafirði og skíðaði af kappi. Hann fór á sjó eins og margir ungir menn á Ísafirði og var á sjó í nokkur ár. Valdimar stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur starfað við fjölmiðla frá árinu 2001 þegar hann hóf störf á Fréttablaðinu. Valdimar var í stofnhópi Fréttatímans og starfar en við fjölmiðla. Hann er kvæntur Sigríði Dögg Auðunsdóttur blaðamanni og þau eiga samtals sex börn og Valdimar á tvö barnabörn. „Það var gæfa fjölskyldunnar að flytja til Mosfellsbæjar árið 2008 korter í hrun því hér er dásamlegt að búa. Mig langar því að leggja mitt af mörkum til þess að gera bæinn enn betri. Við sem stöndum að framboði Viðreisnar viljum nýja nálgun á sveitastjórn og teljum okkur tilbúin til þess hrinda því í framkvæmd og munum ávalt setja hagsmuni íbúa í forgang“.

Á fundi bæjarstjórnar 4. maí sl. var samþykktur samningur Blikastaðalands ehf. sem er í eigu Arion banka og Mosfellsbæjar um uppbyggingu á Blikastaðalandi. Samningurinn var samþykktur með 5 atkvæðum fulltrúa meirihlutans. Þar sem ég fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar átti enga aðkomu að þessum samningi sat...

Fyrir fjórum árum stofnuðum við nokkrir félagar í Viðreisn félag í Mosfellsbæ og hófum undirbúning að framboði fyrir sveitastjórnarkosningarnar vorið 2018. Við veltum því vandlega fyrir okkur hvort við ættum að blanda okkur í þennan slag, hvort við ættum brýnt erindi við kjósendur og hvort við...

Það birtist frétt fyrir nokkru af krökkum í Reykjabyggð í Mosfellsbæ að spila fótbolta með höfuðljós á óupplýstum fótboltavelli. Þau höfðu sent bæjarráði handskrifað bréf þar sem þau óskuðu eftir lýsingu á völlinn og helst gervigras líka. Þessi frétt barst víða og var meira að segja...

Nú þegar farið er að hrinda í framkvæmd samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er eðlilegt að deilur um einstaka þætti hennar verði háværari. Áætlað er að að framkvæmdin kosti 120 milljarða og því eðlilegt að sitt sýnist hverjum. Framkvæmdir hófust í raun 2019 með breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ og...

Viðreisn í Mosfellsbæ hefur lagt fram tillögu tvö ár í röð um að stofnaður verði sjóður til styrktar börnum efnaminni foreldra til íþrótta- og tómstundaiðkunar í Mosfellsbæ. Sjóður þessi hefði til ráðstöfunar um 1,5 milljón króna árlega og væri það fé til viðbótar því sem ætlað...