Golfmót Viðreisnar 2023 verður haldið á golfvellinum í Hveragerði  fimmtudaginn 31. ágúst kl. 14.00. Fyrirkomulag mótsins er punktamót. Fyrsti rástími er kl 14:00 og verða endanlegir rástímar gefnir út þegar þátttaka liggur fyrir. Teiggjöf fyrir alla og verðlaun fyrir sigurvegarann!  Eftir að mótinu líkur verður svo...

Rétt í þessu samþykkti Alþingi frumvarp Viðreisnar um bann við bælingarmeðferðum. Með samþykkt frumvarpsins er það gert refsivert að láta einstakling undirgangast svokallaða bælingarmeðferð með nauðung, blekkingum eða hótunum, að láta barn undirgangast slíka meðferð hér á landi eða erlendis sem og að framkvæma bælingarmeðferðir,...

Landsþing Viðreisnar hefur samþykkt stjórnmálaályktun undir yfirskriftinni „Nú er rétti tíminn“. Félagsmenn Viðreisnar leggja þar sérstaka áherslu á að bæta heilbrigðisþjónustu og vinna gegn verðbólgunni. Tímasett og fjármögnuð heilbrigðisáætlun Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu lengjast með hverju árinu. Viðreisn vill markvissa sókn til að efla heilbrigðisþjónustu með tímasettri og...

Á landsþingi Viðreisnar gengu fundargestir til atkvæða og kusu stjórn félagsins. Félagsmenn komu á nýju forystuembætti ritara, til viðbótar við formann og varaformann. Þá kusu þeir sér fjögurra manna stjórn og sex manna málefnaráð. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var endurkjörin formaður Viðreisnar. Daði Már Kristófersson var einnig...

Stjórn Viðreisnar hefur ráðið Svanborgu Sigmarsdóttur sem framkvæmdastjóra Viðreisnar frá og með 1. ágúst 2022. Svanborg, sem er stjórnmálafræðingur að mennt, hefur frá árinu 2019 starfað sem framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Viðreisnar og verkefnastjóri sveitarstjórnarmála. Þar áður starfaði hún hjá Ríkisendurskoðun, Umboðsmanni skuldara, Varnarmálastofnun, á Fréttablaðinu, AFP...

Nýtt sveitarstjórnarráð Viðreisnar tók til starfa í gær, á sínum fyrsta fundi eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Þar var ný stjórn kjörin, sem leidd er af Söru Dögg Svanhildardóttur, bæjarfulltrúa í Garðabæ. Önnur í stjórn eru Axel Sigurðsson, varabæjarfulltrúi í Árborg, Halldór Guðjónsson Reykjanesbæ, Karólína Helga Símonardóttir, varabæjarfulltrúi...

Það er með sannri ánægju sem við bjóðum til afmælisveislu laugardaginn kemur, 21. maí kl. 11-13. Við fögnum því að í 6 frábær ár hefur Viðreisn verið sterk og mikilvæg rödd frjálslyndis og réttlætis í samfélaginu. Líkt og síðustu tvö árin munum við hittast í Þjóðhátíðarlundi...