23 okt Við borgum heilu húsi meira
Vaxtakostnaður er að sliga íslenskar fjölskyldur. Himinháir vextir eru fórnarkostnaður sjálfstæðrar peningastefnu í litlu landi. En þessi veruleiki er ekkert náttúrulögmál heldur afleiðing af pólitískri sýn. Lækkun vaxta er einfaldlega ein mesta kjarabót sem hægt er að færa íslenskum heimilum.