Fréttir & greinar

Þorsteinn Pálsson

Framleiðsla búvöru og hjúkrun aldraðra

Gildismat er mikilvægt við pólitískar ákvarðanir. Það er til að mynda forsenda fyrir því að unnt sé að forgangsraða verkefnum, sem er eitt mikilvægasta hlutverk stjórnmálamanna. Heilbrigðisráðherra skrifaði fyrir nokkrum vikum undir þjónustusamninga um rekstur hjúkrunarheimila. Til þess að skoða gildismatið, sem að baki býr,

Lesa meira »

Hálf milljón fyrir einn þorsk

Ísland hefur á rúmri öld breyst úr einu fátækasta landi Evrópu í eitt af þeim ríkustu. Þessi velferð okkar hefur oft byggst á heppni frekar en fyrirhyggju. Síðustu áratugir hafa verið röð af „tilfallandi búhnykkjum“ eins og það var orðað í Silfrinu nýlega. Fyrst kom

Lesa meira »

Fjölgun á hneykslunar­hellunni

Trump Bandaríkjaforseti hneykslast meir en flestir á falsfréttum. Forystumenn Miðflokksins eru stundum gáttaðir á lýðskrumi. Í síðustu viku tylltu þingmenn Sjálfstæðisflokksins sér þægilega á þessa hneykslunarhellu. En ekki endilega óvænt. Tilefnið var beiðni okkar um að sjávarútvegsráðherra skilaði skýrslu til Alþingis um samanburð á heildargreiðslum

Lesa meira »

„Nei­kvæðni” núna eða braggi síðar?

Í síðasta Garðapósti vísar bæjarfulltrúi meirihlutans til þess að af og til kvikni umræða um fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Af greininni má ætla að bæjarfulltrúinn láti sér þetta í léttu rúmi liggja, enda sé þetta eins og hver önnur kvefpest sem gangi yfir. Bæjarfulltrúi meirihlutans heldur áfram

Lesa meira »
Starri Reynisson

Skipti ég minna máli?

Fyrir nokkrum árum flutti ég frá Akranesi til Reykjavíkur. Utan álagstíma tekur um það bil 45 mínútur að keyra frá mínu gamla heimili á hið nýja, vegalengdin er minni en 50 kílómetrar, sjóleiðis um 20. Við þessa flutninga missti ég um það bil helminginn af

Lesa meira »

Ef þú sérð það – þá getur þú verið það

Eins og örugglega allir Íslendingar vita þá vann Hildur Guðnadóttir Óskarsverðlaun í nótt, fyrst Íslendinga. Verðlaunin fékk hún fyrir tónlist við kvikmyndina Joker. Fyrir hafði okkar kona unnið öll verðlaun sem hún var tilnefnd til og þá líka fyrir tónsköpun sína við þættina Chernobyl. Óskarsverðlaunin

Lesa meira »
Þorbjörg S Gunnlaugsdóttir

Finnska leiðin – sauna og sveigjanleiki

Alla morgna er haf bíla á ferð um höfuðborgarsvæðið til að koma börnum í leikskóla og skóla áður en foreldrar fara til vinnu. Alla daga hefst sami öldugangurinn og ölduniðurinn í lok vinnudags. Án þess að ætla að teikna upp mynd af langleiðinlegustu konu í

Lesa meira »

Af lýðskrumi og loddurum

Það var nokkuð sérstakt að fylgjast með þinginu í gær þegar einföld skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og fyrir veiðirétt á Íslandi var rædd. Ekki að nálgun gömlu stjórnarflokkanna hafi þó komið ýkja á óvart. Eins og þekkt er

Lesa meira »
Þorsteinn Pálsson

Þögn um merkilegt nýmæli

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra beitti sér fyrir afar merkilegu nýmæli í fyrra í tengslum við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það fólst í umfangsmiklu almenningssamráði með sérstakri rökræðukönnun. Niðurstöðurnar voru kynntar í síðasta mánuði. Þar er mikill efniviður til að lyfta umræðu um þetta þýðingarmikla pólitíska viðfangsefni Alþingis á

Lesa meira »
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Meira gagnsæi og ábyrgð

Vegna nálægðar okkar hvers við annað og vegna þess hve samofin sveitarfélög eru lífi og starfi okkar sem búum á höfuðborgarsvæðinu þurfum við að reka verkefni saman í gegnum byggðasamlög. Í rekstri þessara félaga eigum við ekki að láta stjórnmál leiða okkur áfram, heldur góða

Lesa meira »

Tómlegur fataskápur keisarans

Ingi Tómasson formaður skipulags og byggingarráðs gagnrýnir í grein í Hafnfirðing fulltrúa Viðreisnar og Samfylkingar í skipulags og byggingarráði og bæjarráði. Hann finnur þeim þrennt til foráttu: (1) að benda á litla uppbyggingu í bænum, (2) að gagnrýna „nánast öll uppbyggingaráform sem lögð eru fram“

Lesa meira »
Benedikt Jóhannesson

Viðskila við dómgreindina

Bændablaðið er áhugavert aflestrar. Í síðasta tölublaði er sagt frá enn einu matvælasvindlinu í Evrópu, afrískri svínapest og þjófnaði á ösnum í Keníu. Í aðsendri grein kemur fram að „íslenskt smjör er í úrvalsdeild á heimsvísu hvað varðar bragð, lit og áferð“.Svo er líka grein

Lesa meira »