Sara Dögg er fædd árið 1973, alin upp í Reykhólasveit. Sara Dögg fór snemma að heiman og var komin með annan fótinn á höfuðborgarsvæðið við 15 ára aldur. Sara Dögg er gift og stuðningsforeldri eða aukamma unglingsstúlku úr Hafnarfirðinum. Sara Dögg kynntist Garðabæ fyrst í gegnum kennarastarfið en hún starfaði sem drengjakennari við Barnaskólann á Vífilsstöðum 2004-2006 sjálf flutti hún í sveitarfélagið árið 2012. Sara Dögg er grunnskólakennari að mennt og starfaði lengst af hjá Hjallatefnunni fyrst sem kennari síðar skólastjóri við grunnskóla Hjallastefnunnar, byggði upp Barnaskólann í Hafnarfirði, stýrði miðstigsskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum um tíma og var verkefnastjóri grunnskólastigs Hjallastefnunnar. Sara Dögg sinnti ráðgjöf í menntamálum um tíma, starfaði við menntamál hjá Samtökum Verslunar og Þjónustu og starfar nú hjá Þroskahjálp við mennta- og atvinnutækifæri fatlaðra ungmenna.

Í nýrri skýrslu VSÓ um íbúaþróun og skólasóknarsvæði Garðabæjar til ársins 2040 er dregin fram skýr mynd af verkefninu framundan. Það þarf að taka ákvörðun um skólauppbyggingu til framtíðar til þess að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun íbúa. Það er ekki augljóst hvaða leið í því er...

Mönnunarvandi leikskólanna er ekki nýr af nálinni en staðan þyngist eftir því sem tíminn líður. Tvær lykilbreytur hafa haft mikil áhrif á þá stöðu. Annars vegar lög um eitt leyfisbréf þvert á skólastig sem tóku gildi árið 2020 og hins vegar innleiðing á styttingu vinnuvikunnar. Áhrifin...

Ég sótti þá mögnuðu ráðstefnu Nám er fyrir okkur öll í vikunni. Þegar ég gekk í salinn fór um mig gleði og baráttutilfinning. Þetta var troðfullur salur af fólki sem á það sameiginlegt að hafa verið sett til hliðar í uppbyggingu íslenska menntakerfisins en segir...

Síendurtekin mantra sjálfstæðismanna í Garðabæ um ábyrga fjármálastjórn reynist enn og aftur innihaldslaus. Núna horfa hinir ábyrgu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins framhjá reglum um útboð og það ekki í fyrsta sinn. Hvernig hægt er að kenna slíkt við ábyrgð er óskiljanlegt. Nýverið ákvað meirihluti bæjarstjórnar í Garðabæ að...

Ég hjó eftir því að bæði innviðaráðherra og fjármálaráðherra eru sammála um að sveitarfélögin eigi bara alls ekki að hafa orð á því að tveir stærstu málaflokkarnir sem þeim ber að sinna vaxi svo hratt að það fjármagn sem var ætlað í þá fyrir áratugum...

Þann 8. júní árið 2021 var mikill gleðidagur í Garðabæ. Þá var vinningstillaga á hönnun nýs leikskóla í Urriðaholti kynnt. Þarna skyldi rísa 6 deilda leikskóli ætlaður 120 börnum 12 mánaða og eldri. Allt klappað og klárt og næsta skref að undirbúa útboðsgögn og koma...

Í Garðabæ hefur um langt skeið verið staðið undir afar metnaðarfullu loforði fyrir barnafjölskyldur, um að öll börn skuli hafa pláss á leikskólum við 12 mánaða aldur. Þjónusta við börn hefur löngum verið einkenni bæjarins og hingað hafa barnafjölskyldur flutt til að fá góða þjónustu. Þannig...