Sara Dögg Svanhildardóttir

Sara Dögg er fædd árið 1973, alin upp í Reykhólasveit. Sara Dögg fór snemma að heiman og var komin með annan fótinn á höfuðborgarsvæðið við 15 ára aldur. Sara Dögg er gift og stuðningsforeldri eða aukamma unglingsstúlku úr Hafnarfirðinum. Sara Dögg kynntist Garðabæ fyrst í gegnum kennarastarfið en hún starfaði sem drengjakennari við Barnaskólann á Vífilsstöðum 2004-2006 sjálf flutti hún í sveitarfélagið árið 2012. Sara Dögg er grunnskólakennari að mennt og starfaði lengst af hjá Hjallatefnunni fyrst sem kennari síðar skólastjóri við grunnskóla Hjallastefnunnar, byggði upp Barnaskólann í Hafnarfirði, stýrði miðstigsskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum um tíma og var verkefnastjóri grunnskólastigs Hjallastefnunnar. Sara Dögg sinnti ráðgjöf í menntamálum um tíma, starfaði við menntamál hjá Samtökum Verslunar og Þjónustu og starfar nú hjá Þroskahjálp við mennta- og atvinnutækifæri fatlaðra ungmenna.

Þann 8. júní árið 2021 var mikill gleðidagur í Garðabæ. Þá var vinningstillaga á hönnun nýs leikskóla í Urriðaholti kynnt. Þarna skyldi rísa 6 deilda leikskóli ætlaður 120 börnum 12 mánaða og eldri. Allt klappað og klárt og næsta skref að undirbúa útboðsgögn og koma...

Í Garðabæ hefur um langt skeið verið staðið undir afar metnaðarfullu loforði fyrir barnafjölskyldur, um að öll börn skuli hafa pláss á leikskólum við 12 mánaða aldur. Þjónusta við börn hefur löngum verið einkenni bæjarins og hingað hafa barnafjölskyldur flutt til að fá góða þjónustu. Þannig...

Nær hálft kjörtímabilið sem nú er að líða hefur verið undir áhrifum heimsfaraldurs, sem hefur snert alla starfsemi sveitarfélaga. Framlínufólk í félagsþjónustu og leik- og grunnskólum hefur unnið þrekvirki með því að halda okkar mikilvægustu þjónustu gangandi og tryggja öryggi þeirra sem ekki geta án...

Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2022 sýnir svo ekki verður um villst að fjárhagsstaða sveitarfélagsins er sterk þrátt fyrir efnahagslegar þrengingar í þjóðfélaginu sem hefur gert ýmsum öðrum sveitarfélögum óleik. Ætla mætti að slík staða væri nýtt til að bæta þjónustu. Við þurfum til dæmis að...

Nýsköpunarvirkni fatlaðra einstaklinga er heiti á verkefni þar sem lagðar eru fram tillögur að fleiri atvinnutækifærum fyrir fólk með skerta starfsgetu. Tilgangurinn er að gera fötluðu fólki kleift að taka virkan þátt í samfélaginu í gegnum nýsköpun, hvort sem það skapar á eigin vegum eða...

Úrslit þingkosninga 25. september eru svo ótrúlega mikilvæg fyrir margra hluta sakir. Það skiptir sköpum fyrir samfélag okkar hverjir sitja við völd, hvaða viðhorf eru ríkjandi og hver forgangsröðun verkefna er. Samtal og samstarf ríkis og sveitarfélaga skiptir máli Fyrir nærsamfélagið, sveitarfélögin skiptir þetta meira máli en...

Það er afar áhugavert að upplifa endurtekið hvernig bæjarstjóri Garðabæjar verst gagnrýni um lélega upplýsingagjöf til bæjarfulltrúa. Þar gildir einu hvort hann er í hlutverki sínu sem bæjarstjóri eða formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem m.a. bera ábyrgð á faglegum og gagnsæjum vinnubrögðum byggðasamlaganna sem...