Sara Dögg Svanhildardóttir

Sara Dögg er fædd árið 1973, alin upp í Reykhólasveit. Sara Dögg fór snemma að heiman og var komin með annan fótinn á höfuðborgarsvæðið við 15 ára aldur. Sara Dögg er gift og stuðningsforeldri eða aukamma unglingsstúlku úr Hafnarfirðinum. Sara Dögg kynntist Garðabæ fyrst í gegnum kennarastarfið en hún starfaði sem drengjakennari við Barnaskólann á Vífilsstöðum 2004-2006 sjálf flutti hún í sveitarfélagið árið 2012. Sara Dögg er grunnskólakennari að mennt og starfaði lengst af hjá Hjallatefnunni fyrst sem kennari síðar skólastjóri við grunnskóla Hjallastefnunnar, byggði upp Barnaskólann í Hafnarfirði, stýrði miðstigsskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum um tíma og var verkefnastjóri grunnskólastigs Hjallastefnunnar. Sara Dögg sinnti ráðgjöf í menntamálum um tíma, starfaði við menntamál hjá Samtökum Verslunar og Þjónustu og starfar nú hjá Þroskahjálp við mennta- og atvinnutækifæri fatlaðra ungmenna.

Enn einu sinni undirbjuggu unglingarnir sig fyrir samræmd könnunarpróf og sátu stressuð fyrir framan tölvuskjá þegar tölvan óhlýðnaðist. Það var ekkert sem þau höfðu gert rangt eða gátu gert við þessar aðstæður. Kerfið bara hrundi. Við vitum að tæknikerfið brást en við þurfum að líta...

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa gert með sér viðamikinn sáttmála um skipulagsmál sem er samofin við eina umfangsmestu innviðauppbyggingu almenningssamgangna sem sést hefur og felst í tilkomu Borgarlínu. Hvernig sveitarfélögin skipuleggja umhverfi sitt er mjög stórt samfélagsmál, því skipulagsmálin stýra því hvernig umhverfið birtist okkur og...

„Garðabær er ekki þátttakandi í uppbyggingu félagslegs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu.” Þessa setningu þekkjum við flest sem fylgjumst með samfélagsmálum á höfuðborgarsvæðinu og þó víða væri leitað. Enda hárrétt. Garðabær getur ekki talist taka það verkefni alvarlega að skapa rými fyrir fjölbreyttan hóp fólks sem þarf...

Að undanförnu hefur umræða um stöðu drengja innan skólakerfisins verið áberandi þar sem fólk úr ýmsum áttum hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu þeirra. Áhyggjurnar sem hæst fara eru að lestrarfærni þeirra sé óviðunandi hjá nokkuð stórum hluta þeirra. Ástæðurnar eru vafalaust margvíslegar en vert...

Nýverið var greint frá því að um 2000 börn um allt land eru á biðlista eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi. Við sem höfum starfað innan skólakerfisins þekkjum þessar biðlistasögur foreldra. Sögur sem lýsa óendanlega langri og einhvern veginn vonlausri bið eftir að röðin komi að þeirra...