Sara Dögg Svanhildardóttir

Sara Dögg er fædd árið 1973, alin upp í Reykhólasveit. Sara Dögg fór snemma að heiman og var komin með annan fótinn á höfuðborgarsvæðið við 15 ára aldur. Sara Dögg er gift og stuðningsforeldri eða aukamma unglingsstúlku úr Hafnarfirðinum. Sara Dögg kynntist Garðabæ fyrst í gegnum kennarastarfið en hún starfaði sem drengjakennari við Barnaskólann á Vífilsstöðum 2004-2006 sjálf flutti hún í sveitarfélagið árið 2012. Sara Dögg er grunnskólakennari að mennt og starfaði lengst af hjá Hjallatefnunni fyrst sem kennari síðar skólastjóri við grunnskóla Hjallastefnunnar, byggði upp Barnaskólann í Hafnarfirði, stýrði miðstigsskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum um tíma og var verkefnastjóri grunnskólastigs Hjallastefnunnar. Sara Dögg sinnti ráðgjöf í menntamálum um tíma, starfaði við menntamál hjá Samtökum Verslunar og Þjónustu og starfar nú hjá Þroskahjálp við mennta- og atvinnutækifæri fatlaðra ungmenna.

Nýlega lagði ráðherra sveitarstjórnarmála fram frumvarp þess efnis að með lögum skuli sveitarfélög lágmarkast við 1.000 íbúa en til þess þarf að sameina sveitarfélög. Markmið sameiningar er skýrt, að sveitarfélög standi undir lögbundinni þjónustu. Til þess að sveitarfélag geti staðið undir ákveðinni grunnþjónustu þarf ákveðið...

Ég hlustaði nýverið á viðtal við bæjarstjórann minn um málefni Garðabæjar. Þar bar margt á góma en framtíðarsýn bæjarstjórans míns um íbúauppbyggingu Garðabæjar var hvað mér þótti áhugaverðast að heyra. Bæjarstjórinn minn talar um að í kringum 25-30 þúsund íbúar væru draumastærð sveitarfélags en um 17...

Nú þegar ný menntastefna til ársins 2030 liggur fyrir til umræðu á Alþingi er áhugavert til þess að vita að í október 2013 samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar síðast að endurskoða skólastefnu sveitarfélagsins. Það er nokkuð ljóst að kominn er tími á endurskoðun. Ekki eingöngu vegna þess hve...

Við stöndum frammi fyrir því yfirgripsmikla verkefni að standa vörð um umhverfið okkar og hvert sem litið er eru verkefnin ærin. Nú hafa verið sett lög sem kveða á um að öll sveitarfélög skuli setja sér loftslagsstefnu með skilgreindum markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda...

Nýverið birtist enn á ný frétt um vaxandi kynjahalla í skólakerfinu, drengir heltast úr lestinni strax á framhaldsskólastigi og konur eru mikill meirihluti þeirra sem stunda háskólanám. Afturblik? Menntamálaráðherra talar um að bregðast verði hratt og örugglega við og mælir fyrir umbótum, sérstaklega á neðri stigum menntakerfisins,...

Það er virkilega ánægjulegt að sjá hverja tillögu Garðabæjarlistans á fætur annarri rata inn á framkvæmdarlista meirihlutans og ljóst að minnihlutinn gefur góðan innblástur og kraft til að láta verkin tala. Nokkuð sem meirihlutann hefur skort. Og merkilegt nokk. Við getum sagt það fullum fetum...