Þorsteinn Pálsson

Banka­stjóri Seðla­bankans mætti fyrir þing­nefnd í síðustu viku, sem ekki er í frá­sögur færandi. Hitt er um­hugsunar­efni að það sem helst þótti tíðindum sæta var stað­hæfing hans um að verð­bólga á Ís­landi væri marg­falt hærri ef við værum með evru. Engu er líkara en banka­stjórinn hafi...

Fyrir réttri viku birtist furðufrétt á Vísi. Settur ríkisendurskoðandi kvartar þar undan því að Alþingi hafi ekki birt greinargerð, sem hann í krafti embættisbréfs sendi þinginu fyrir margt löngu. Ræður á Alþingi um þessa óbirtu greinargerð eru svo skáldsögu líkastar. Íslandsklukkan Í Íslandsklukkunni greinir frá gömlum manni, sem...

Kapítalismi er ekki hrífandi orð. En fram hjá því verður ekki horft að samhliða velferðarþjónustunni skapar hann eftirsóknarverð gæði fyrir fjöldann. Bankar eru svo musteri kapítalismans. Samkeppni er ásamt eignarrétti forsenda kapítalisma. Það þýðir að því minni sem samkeppnin er því minni er kapítalisminn. Af sjálfu...

Lykilatriði í búskap hverrar þjóðar er að tryggja samkeppnishæfni atvinnulífsins. Þjónusta ríkisins þarf líka að standast samanburð við það besta sem þekkist í grannlöndunum. Ríkissjóður Íslands stendur jafnfætis öðrum að því leyti að heimildir til skattheimtu eru svipaðar. Hins vegar geta aðrar kerfislegar aðstæður skekkt samkeppnisstöðu ríkissjóðs...

Við höfum það sem til þarf … Við erum að bjarga heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og samgöngunum frá langvinnri vanrækslu og ásælni peningaaflanna í landinu … Erum við ekki ánægð með aukið fjármagn til heilbrigðismála?“ Þetta eru tilvitnanir í ræðu Svandísar Svavarsdóttur ráðherra í sjónvarpsumræðum um stefnu ríkisstjórnarinnar í desember...

Fyrir tveimur árum voru fluttar fréttir af því að íslenskir bændur fengju lægstu laun í Evrópu fyrir dýrasta kjöt álfunnar. Þetta tvöfalda Evrópumet sagði talsverða sögu um nauðsyn umbreytinga. Forystumenn bænda kölluðu þá og aftur nú á liðsinni stjórnvalda. Tengsl Í samráðsgátt stjórnvalda má lesa einu hugmyndina, sem fæddist...

Fjárlagafrumvarpið er heil bók og því að jafnaði þykkasta málið, sem lagt er fyrir Alþingi. Að auki er það þungt aflestrar og fremur þurrt. Fjárlagaumræðan tekur yfirleitt drjúgan tíma en vekur sjaldnast almennan áhuga úti í samfélaginu. Oftast er það þannig að efnahagsleg prinsipp og kerfisleg viðfangsefni...