27 maí Þorgerður Katrín og Sigmar Guðmundsson í efstu sætum Viðreisnar í Kraganum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar leiðir framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar sem fara fram þann 25. september næstkomandi. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. Thomas Möller, verkfræðingur og ráðgjafi er í 4. sæti listans...