Í Alþingiskosningunum haustið 2017 dreifðu nokkrar vef- og samfélagsmiðlasíður nafnlausum áróðri sem beint var gegn ákveðnum stjórnmálamönnum og -flokkum og studdi óbeint aðra. Þorgerður K. Gunnarsdóttir vakti athygli á þessum vinnubrögðum á Alþingi og krafðist rannsóknar.

Á Íslandi eigum við einn Trump en marga Cartera. Fáir hafa miklar hugsjónir sem sína pólitísku leiðarstjörnu og ólíklegt að þjóðin taki stökk fram á við undir þeirra leiðsögn. Í stjórnarmyndunarviðræðum nú í haust var flest falt og grimmt slegið af.

Evrópusamvinna, auðlindagjöld, gjaldmiðlamál og kerfisbreytingar til hagræðingar virðast ekki vera ofarlega á verkefnalista þeirra afla sem nú ræða stjórnarmyndun. Samkvæmt því þarf til dæmis ekki að ræða þjóðaratkvæði um að ljúka aðildarviðræðum við ESB, ekki tryggja gjaldtöku fyrir kvótann né ná fram markaðsaðlögun í landbúnaði....

Um aldamótin hafði nánast hver einasti Íslendingur aðgang að netinu. Maður brosti í kampinn og fannst sem aðrar þjóðir væru fastar á steinöld. Ég heimsótti nýverið fjármálaráðuneytið á Ítalíu. Þar í landi var fimmtungur með aðgang að netinu um aldamótin, en nú hafa Ítalir tekið fram úr okkur á ýmsum sviðum. Sérstaklega getum við lært eitt og annað af þeim í rafrænni stjórnsýslu.