08 sep Viðreisn vill markaðslausn í sjávarútvegi – Hluti kvóta árlega á markað
Markmiðin sem nást eiga eru:
- Greitt sé sanngjarnt gjald fyrir aðgang að auðlindinni
- Gjaldið sé markaðstengt
- Tryggt sé að umgjörðin sé stöðug til frambúðar
- Nýliðun sé möguleg
Hvatt sé til hagræðingar og hámarks arðsemi til lengri tíma litið Þessi markmið eiga að vera af því tagi sem „sanngjarnir menn“ fallast á að séu æskileg. Við munum víkja nokkuð að þeim hverju um sig hér á eftir.