24 maí Ræða Benedikts Jóhannessonar á stofnfundi Viðreisnar
Baráttan fyrir nýju Íslandi verður snörp. Við erum flokkur nýrra vona, en vonirnar verða ekki uppfylltar nema við náum góðum árangri á kjördag. Viðreisn er flokkur sem vill skapa Ísland þar sem ungt og hæfileikaríkt fólk vill búa.