23 okt María Rut leiðir lista Viðreisnar
Framboðslisti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi landshlutaráðs flokksins í kvöld, 23. október, með öllum greiddum atkvæðum. María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar, leiðir listann. Í öðru sæti er Edit Ómarsdóttir, deildarstjóri viðskiptaþróunar hjá Advania. Þriðja sætið skipar Alexander Aron Guðjónsson, lýsingahönnuður...