Það er ömurlegt fyrir samfélagið að það kraumi undir niðri djúpstæð óánægja og reiði yfir því að fárveikt fólk fái ekki sjálfsagða og lögbundna heilbrigðisþjónustu í velferðarsamfélaginu okkar. Það dylst engum, sem á annað borð nennir að hlusta eftir því, að það ríkir neyðarástand hjá...

Frá árinu 2019 hafa þingmenn Viðreisnar varað við óheillaþróun í fjármálum ríkisins. Þá þegar var ljóst að rekstur ríkissjóðs var ósjálfbær. Ljóst var að kraftaverk þyrfti til ef forðast átti verðbólgu, með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum fyrir almenning og fyrirtæki. Viðreisn hefur einnig varað ítrekað við...

Það blasir við að ríkið mun stíga inn í þann kjarasamning sem er að fæðast í karphúsinu. Væntanlega verða þetta ekki 25 milljarðar á ári í millifærslukerfin eins og verkalýðshreyfingin talaði fyrst um en bara helmingurinn af þeirri upphæð kallar á talsverðar ráðstafanir í ríkisfjármálunum. Látum...

Eft­ir ný­af­staðna kjör­dæm­a­viku sem þing­flokk­ur Viðreisn­ar nýtti í heim­sókn­ir og sam­töl við stjórn­end­ur og starfs­fólk fjölda heil­brigðis­stofn­ana og mennta­stofn­ana stend­ur eft­ir þakk­læti vegna alls þess öfl­uga fag­fólks sem held­ur þess­um mik­il­vægu kerf­um okk­ar uppi. En varnaðarorðin heyrðust líka hátt og skýrt og á þau þurf­um...

Ísland rekur nokkuð öfluga og vel skipulagða utanríkisþjónustu. Utanríkispólitíkin sjálf er hins vegar vanrækt. Stefnumörkunin er stöðnuð. Engin ný stór skref fram á við hafa verið stigin í þrjátíu ár. Við fylgjum straumnum í varnarmálum en mótum ekki stefnuna sjálf. Á sviði efnahags- og viðskiptamála birtast afleiðingarnar...

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda er skref í rétta átt. Breytingarnar eru hófsamar. Í þeim felst aukið aðhald. Þess er þörf. Á hinn bóginn felst ekki í þeim nein grundvallarbreyting frá ríkjandi stefnu. Aðeins lítill hluti verkefnanna kemur til framkvæmda strax. Að stórum...