Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, ritar ágæta grein á Vísi í gær þar sem hún dásamar mjög skýrslu sem ég skrifaði árið 2010. Ég þakka henni hólið. Hún vill meina að niðurstaða skýrslunnar hafi elst vel. Því er ég ekki fyllilega sammála. Frá því framsal...

Mengun er mesta umhverfisvandamál heimsins í dag, vandamál sem veldur sjúkdómum og ótímabærum dauðsföllum. Samkvæmt samantektargrein The Lancet Commission létust níu milljónir manna árið 2015 vegna sjúkdóma af völdum mengunar. Það gera um 16% allra dauðsfalla á heimsvísu á því ári. Aukning gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti leiðir...

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur skrifað margar ágætar greinar um sjávarútveg. Grein hennar á Vísi í gær er því miður ekki ein af þeim þar sem hún er uppfull af hálfsannleik og útúrsnúningum. Sú útfærsla samningaleiðar sem Viðreisn hefur lagt til gerir ráð fyrir...

Það hefur alltaf valdið mér vonbrigðum hvernig þeir stjórnmálaflokkar sem staðið hafa vörð um fiskveiðistjórnunarkerfið fyrir sérhagsmunahópana í sjávarútvegi hefur tekist að kæfa málið í aðdraganda þingkosninga, síðan kerfið var sett á. Sjaldan hefur það verið sýnilegra en á síðasta kjörtímabili hjá ríkistjórnarflokkunum hvað hagsmunagæslan...

Fiskveiðar Íslendinga hafa skilað miklum arði undanfarna áratugi. Helstu ástæður þess eru þeir hvatar til hagræðingar og verðmætasköpunar sem kvótakerfið skapar sem og góð staða helstu nytjastofna. Ísland var ein fyrsta þjóðin í heiminum til að taka upp sérstaka gjaldtöku í fiskveiðum, svokallað veiðigjald. Gjaldið...

Það er fremur súrt í broti fyrir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að koma á þessum þjóðhátíðardegi fram fyrir þjóðina og skýra hvers vegna fjögurra ára vinna við áfangaskipta endurskoðun stjórnarskrárinnar undir hennar forystu fór út um þúfur. Undirbúningurinn var góður og Alþingi hafði nægan tíma. Að auki...

Mengun og kolefnisspor er hin stóra umhverfisvá. Við, sem einstaklingar og samfélag, erum sífellt að leita leiða til að vera ábyrg. Það sýnum við með því að breyta hegðun okkar í þágu þeirra sem landið erfa. Æ fleiri kjósa umhverfisvænan lífsstíl í eigin þágu. Við keppumst...