Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fari fram eigi síðar en árið 2027. Það var sannarlega kominn tími til að gefa þjóðinni tækifæri til að rjúfa kyrrstöðuna. Í desember fannst mér hyggilegt að gefa drjúgan tíma til kosningabaráttunnar vegna...

Í inngangsorðum Norður-Atlantshafssamningsins er lýst þeim meginreglum fullveldis og frelsis, sem Atlantshafsbandalagið snýst um. Í annarri grein sáttmálans eru svo ákvæði um friðsamleg og vinsamleg milliríkjaviðskipti og efnahagslega samvinnu. Í framkvæmd hefur sú hlið hvílt á Evrópusambandinu og EES-samningnum. Aðildarþjóðirnar geta að sjálfsögðu deilt um ýmis efni....

Þingmannaráðstefnan um norðurskautsmál er umræðuvettvangur þingmanna frá ríkjum við norðurskautið, sem og fulltrúa ríkisstjórna, háskólastofnana og félagasamtaka sem láta sig málefni norðurskautsins varða. Fyrsta ráðstefna þingmanna og fulltrúa norðurskautssvæða var haldin í Reykjavík árið 1993 og var hún undanfari þingmannanefndar um norðurskautsmál sem formlega var...

Þessi hvatning hefur verið á vörum flestra leiðtoga Evrópuríkja að undanförnu, þar á meðal forsætisráðherra okkar og utanríkisráðherra. Hvatningin kemur í kjölfar breyttrar stefnu Bandaríkjanna í varnarmálum og málefnum Úkraínu, auk öfgafullrar gagnrýni ráðamanna í Washington á lýðræðið í Evrópu og afskiptum þeirra af nýlegum kosningum...