Yfirlýsing Árna Þórs Sigurðssonar fyrrum formanns utanríkisnefndar Alþingis um stuðning við þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið markar nokkur þáttaskil í pólitíkinni. Óvanalegt er að svo afdráttarlaus stuðningur um fulla aðild að Evrópusambandinu komi úr röðum áhrifamanna til vinstri við Samfylkinguna. Það mengi er nú um...

Á aðalfundi Evrópuhreyfingarinnar í Iðnó fyrr í þessum mánuði sat Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur og fyrrum alþingismaður í pallborði með þeim Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Ragnheiði Elfu Þorsteinsdóttur til þess að ræða stöðu Íslands í Evrópu. Þar lýsti Vilhjálmur því viðhorfi að almenn pólitísk rök væru þyngri...

Nýr formaður Samtaka Atvinnulífsins, Jón Ólafur Halldórsson kemst að kjarna málsins í viðtali við Morgunblaðið þar sem hann segir að „það þarf að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og þar með landsins alls.“ Hann nefnir síðan að „hátt vaxtastig og kyrrstaða í atvinnulífinu hamli eðlilegri þróun.“ Síðar...

Hávaðinn í umræðum á Alþingi hefur verið með meira móti eftir stjórnarskiptin. Halda mætti að þjóðfélagið logaði í átökum og götuóeirðum. Í veruleikanum er hins vegar allt með kyrrum kjörum. Hávaðinn á Alþingi endurspeglar með öðrum orðum ekki hljóðið í samfélaginu. Um form og aukaatriði geisar stöðugur...

Árið 2027 verður sögulegt á Íslandi en þá verður í síðasta lagi haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um fulla aðild landsins okkar að Evrópusambandinu. Margt bendir til að kosningabaráttan verði hörð og að mikið verði fjallað um kosti og galla ESB aðildar Íslands fram að kosningunum. Á...