Daði Már Kristófersson

Giftur Ástu Hlín Ólafsdóttur, ljósmóður. Börn: Sólveig 24 ára, Margrét Björk 20 ára, Atlas 14 ára og Gunnhildur 12 ára. Fjölskylduhundurinn er Krummi, sjö mánaða. Áhugamál eru útivist, fjallaferðir bæði um sumar og vetur ásamt mikilli bíladellu. Daði brennur fyrir efnahagsmálum, auðlindamálum og umhverfismálum.

Kæru félagar Nú er lokið frábærlega vel heppnuðu landsþingi. Skynsamlegar breytingar hafa verið gerðar á regluverki flokksins. Samþykkt hefur verið sterk stefna með skýrri sýn um framtíð íslensks samfélags. Sýn sem byggir á grundvallaráherslum Viðreisnar um farsælt samfélag með áherslu á hagsmuni almennings. Þetta er mjög...

Umræður um fyrirkomulag gjaldtöku í sjávarútvegi hafa verið nokkuð áberandi í pistlaskrifum að undanförnu. Meðal þess sem þar hefur verið rætt er greinargerð sem ég skrifaði árið 2010. Sumir eru henni sammála (sjá hér og hér). Aðrir hafa gagnrýnt hana. Sjálfur hef ég ýmislegt við þessi skrif mín að athuga. Þar vil ég...

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, ritar ágæta grein á Vísi í gær þar sem hún dásamar mjög skýrslu sem ég skrifaði árið 2010. Ég þakka henni hólið. Hún vill meina að niðurstaða skýrslunnar hafi elst vel. Því er ég ekki fyllilega sammála. Frá því framsal...

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur skrifað margar ágætar greinar um sjávarútveg. Grein hennar á Vísi í gær er því miður ekki ein af þeim þar sem hún er uppfull af hálfsannleik og útúrsnúningum. Sú útfærsla samningaleiðar sem Viðreisn hefur lagt til gerir ráð fyrir...

Fiskveiðar Íslendinga hafa skilað miklum arði undanfarna áratugi. Helstu ástæður þess eru þeir hvatar til hagræðingar og verðmætasköpunar sem kvótakerfið skapar sem og góð staða helstu nytjastofna. Ísland var ein fyrsta þjóðin í heiminum til að taka upp sérstaka gjaldtöku í fiskveiðum, svokallað veiðigjald. Gjaldið...