Guðbrandur Einarsson

Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Giftur Margréti Sumarliðadóttur, hársnyrtimeistara og eiga þau 5 börn. Elstur er Davíð Guðbrandsson sem er fæddur 1979. Eftir að hafa fætt andvana dreng árið 1995 sem gefið var nafnið Dagur, eignuðust þau ári seinna tvíburana Sigríði og Sólborgu. Rúmum tveimur árum seinna mættu svo aðrir tvíburar til leiks og heita þeir Einar og Gunnar. Guðbrandur á síðan tvær yndislegar afastelpur sem heita Móeiður Ronja og Margrét Filippía og einn lítinn afastrák sem fæddist í byrjun ágúst. Áhugamál eru tónlist, stjórnmál, fjölskyldan og sveitin í Vaðnesi. Guðbrandur brennur fyrir eflingu grunnþjónustu og réttlátari skiptingu landsins gæða.

Mér finnst ég oft geta heimfært afneitun alkóhólistans upp á íslenskt samfélag. Þá sérstaklega þegar rætt er um íslensku krónuna og hvort hún geti mögulega verið rót þeirra vandamála sem upp koma í íslensku samfélagi aftur og aftur. Ég þekki afneitun ágætlega eftir að hafa glímt...

Ég var hluti af íslenskri verkalýðshreyfingu þegar samþykkt var á landsþingi Alþýðusambandsins að upptaka Evru og innganga í Evrópusambandið væri hið eina rétta fyrir íslenskt samfélag. Því miður var þessari ályktun stungið ofan í skúffu. Nú hafa nýir forystumenn í verkalýðshreyfingunni lýst efasemdum um íslensku krónuna...