Ingvar Þóroddsson

Ingvar er menntaður verkfræðingur og kennir stærðfræði og eðlisfræði við Menntaskólann á Akureyri. Til áhugamála má telja ýmislegt milli himins og jarðar, meðal annars gönguskíði, þá helst í Hlíðarfjalli eða Kjarnaskóg, stjórnmál, bæði á Íslandi og um allan heim, tækni, vísindi og almennur nördaskapur. Foreldrar Ingvars eru Þóroddur Ingvarsson og Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir, læknar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Ingvar brennur fyrir því að Ísland verði staður þar sem ungu fólk finnst eftirsóknarvert að mennta sig, stofna fjölskyldu og fyrirtæki, hvort sem það er í höfuðborg eða úti á landi.

Þann 11. ágúst birti ég á Vísi greinina „Um spænska togara og hræðsluáróður“ en markmiðið með þeim skrifum var fyrst og fremst að svara þeim ógnarrökum sem iðulega heyrast frá andstæðingum Evrópusambandsaðildar sem vilja meina að framtíð íslensks sjávarútvegs væri það svört innan sambandsins að það er...

Mig lang­ar að þakka þing­fram­bjóðanda í Norðaust­ur­kjör­dæmi, Berg­lindi Ósk Guðmunds­dótt­ur, fyr­ir at­hygl­is­verða grein sem birt­ist í Morg­un­blaðinu 12. ág­úst síðastliðinn. Þar grein­ir hún lands­lag stjórn­mál­anna á Íslandi fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar og veit­ir stjórn­mála­flokkn­um Viðreisn sér­staka at­hygli, sem vill svo til að sá sem þetta skrif­ar...

„Sameiginleg sjávarútvegsstefna heitir sameiginleg sjávarútvegsstefna af því að hún er sameiginleg.“ Þessi fleygu orð lét Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra falla á Alþingi í vor þegar umræða fór fram um endurupptöku aðildarviðræðna við Evrópusambandið að frumkvæði þingflokks Viðreisnar. Rauði þráðurinn í málflutningi ráðherra var sá að það væri...