Jón Ingi Hákonarson

Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar var samþykk einróma að hætta þeirri mismunun sem ríkt hefur þegar kemur að greiðslu Hafnarfjarðarbæjar með grunnskólabarni eftir því hvort þau sæki sjálfstæða grunnskóla eða almenna grunnskóla sem reknir eru af Hafnarfjarðarbæ. Fram til þessa hefur munurinn verið um 200...

Stærsta áskorun næsta kjörtímabils verður að koma rekstri Hafnarfjarðarbæjar í jafnvægi. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar skilar af sér þröngu búi þar sem reglulegar tekjur eru langt frá því að standa undir reglulegum útgjöldum. Sala eigna hefur staðið undir fjárfestingu og niðurgreiðslu lána, reksturinn stendur ekki...

Tækifærin eru oft nær en okkur grunar. Hafnarfjörður hefur tækifæri til þess að koma sér í öfundsverða stöðu á tveimur áratugum. Óslípaði demantur okkar Hafnfirðinga eru Óttastaðir handan Álversins í Straumsvík. Skip verða sífellt stærri og hafnir á Íslandi eru ekki tilbúnar til þess að...

Af hverju mun vinnandi fólk í Reykjavík  velja sér Hafnarfjörð sem heimahaga á næstu árum? Það er mikilvægt að átta sig á sérstöðu Hafnarjarðar og fjárfesta í henni. Hafnarfjörður er þorp úti á landi örstutt frá Reykjavík þar sem stutt er í friðsæla og fallega...

Er hagkvæmt að þenja út byggðina? Stutta svarið er nei. Langa svarið er að það er hagkvæmt fyrir verktakana en fyrir sveitarfélagið Hafnarfjörð og íbúa þess er það mjög dýrt. Það er rándýrt að vera með lengra gatnakerfi sem þarf að moka og halda við....

Vellíðan barna í skólakerfinu hefur verið útgangspunktur stefnu Viðreisnar í skólamálum hér í Hafnarfirði og verður það áfram. Á næsta kjörtímabili ætlum við að koma upp framleiðslueldhúsi í grunnskólum Hafnarfjarðar. Í dag er Áslandsskóli eini grunnskóli Hafnarfjarðar með slíka þjónustu. Við ætlum að fara í...

Sjálfstæðisflokkarnir tveir, sem mynda meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, hreykja sér mjög nú í aðdraganda kosninga af ábyrgri fjármálastjórn og láta í veðri vaka að engum öðrum sé treystandi fyrir skattpeningum Hafnfirðinga. Þessari hendingu fylgir aldrei skilgreining á ábyrgri fjármálstjórn né heldur góðum raundæmum um slíka...