Sara Dögg er fædd árið 1973, alin upp í Reykhólasveit. Sara Dögg fór snemma að heiman og var komin með annan fótinn á höfuðborgarsvæðið við 15 ára aldur. Sara Dögg er gift og stuðningsforeldri eða aukamma unglingsstúlku úr Hafnarfirðinum. Sara Dögg kynntist Garðabæ fyrst í gegnum kennarastarfið en hún starfaði sem drengjakennari við Barnaskólann á Vífilsstöðum 2004-2006 sjálf flutti hún í sveitarfélagið árið 2012. Sara Dögg er grunnskólakennari að mennt og starfaði lengst af hjá Hjallatefnunni fyrst sem kennari síðar skólastjóri við grunnskóla Hjallastefnunnar, byggði upp Barnaskólann í Hafnarfirði, stýrði miðstigsskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum um tíma og var verkefnastjóri grunnskólastigs Hjallastefnunnar. Sara Dögg sinnti ráðgjöf í menntamálum um tíma, starfaði við menntamál hjá Samtökum Verslunar og Þjónustu og starfar nú hjá Þroskahjálp við mennta- og atvinnutækifæri fatlaðra ungmenna.

Í greininni Vita Garðbæingar af þessu?, sem birtist á vef Sjálfstæðismanna í okkar góða nágrannasveitarfélagi Kópavogi, er borin saman skuldastaða bæjarfélaganna og hvernig framsetningu rekstrarafkomu sveitarfélaga getur verið háttað. Greinahöfundur er Jón Finnbogason varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og fyrrverandi íbúi í Garðabæ. Í grein hans koma fram...

Fjórða iðn­bylt­ingin mun gjör­breyta flestum atvinnu­grein­um. Störf breytast, hverfa og ný verða til. Breytt færni hefur í för með sér breytt skipu­lag atvinnu­lífs, hvorki meira né minna. Ein­hverjar starfs­stéttir taka þó minni breyt­ingum en aðr­ar, en fá nýja tækni inn í starfs­um­hverfi sitt með beinum...

Nú þegar nýjar sveitastjórnir taka til starfa ríkir eftirvænting hjá skólafólki. Hún  byggir á loforðum sem fara jafnan hátt í aðdraganda kosninga. Gefum í, bætum umhverfi kennara, hækkum launin þeirra og sköpum aðstæður fyrir fjölbreytt og framsækið skólastarf. Við hjá sjálfstæðum skólum erum ekki síður spennt...