Þorsteinn Pálsson

Ívið­tali við Ríkis­út­varpið fyrir réttri viku sagði Svan­dís Svavars­dóttir mat­væla­ráð­herra að traust for­sætis­ráð­herra á fjár­mála­ráð­herra myndi koma ríkis­stjórninni í gegnum banka­sölu­stríðið. Þarna hitti mat­væla­ráð­herra naglann á höfuðið. Eina leiðin fyrir for­sætis­ráð­herra til að halda stjórninni saman í þessari krísu var að víkja til hliðar pólitískum gildum...

Íljóði Tómasar svipar hjörtum mannanna saman í Súdan og Grímsnesinu. Nú slá pólitísku hjörtun í takt í Stjórnarráðshúsinu og Downingstræti 10. En enginn yrkir fallega um það. Breski forsætisráðherrann vildi láta innanbúðarúttekt nægja vegna Partygate, en stjórnarandstaðan krafðist rannsóknar á vegum þingsins, auk lögreglurannsóknar. Á endanum...

Viðbrögð almennings við bankasölumálinu minna um margt á Wintris-málið 2016, sem var þó miklu minna. Pólitísku varnarviðbrögðin eru hins vegar allt önnur nú en þá. Í Wintris-málinu skutu fáir þingmenn skildi fyrir forsætisráðherra. Hann lagði fjármálaeftirlitið ekki niður og baðst lausnar. Í bankasölumálinu enduróma þingmenn...

Viðbrögð við hneykslismálum síðustu viku, siðareglubroti innviðaráðherra og bankasölunni, eru fyrstu dæmin um að forsætisráðherra hafi mistekist að leiða pólitísk raflost í jörð. Ríkisstjórnin hefur ekki pólitískan áttavita til að sigla eftir. Það er veikleiki. En hitt er öllu alvarlegra að hún á heldur ekki siðferðilegan áttavita. Óklárað...

Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa ákveðið að eyðileggja hluta fjörunnar í Skerjafirði. Það á að gera með uppfyllingu og einhvers konar nýrri gervifjöru út frá suðurenda Reykjavíkurflugvallar. Málið er flókið af því að það tengist áralöngum deilum um flugvöllinn. Bretar byggðu þennan flugvöll eftir að þeir hernámu Ísland...

Eftir kosningar hefur ríkisstjórnin aðeins tekið eina stefnumarkandi ákvörðun í efnahagsmálum. Hún er sú að fresta því að taka á skuldavanda ríkissjóðs þar til á næsta kjörtímabili. Í utanríkis- og varnarmálum hefur engin ný stefnumarkandi ákvörðun verið tekin. Aðvörunarskot seðlabankastjóra Í byrjun þessa mánaðar kom Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri...

Blóðbaðið í Úkraínu er sterk áminning. Það sýnir hversu fljótt veður skipast í lofti. Þessa daga skilja engir betur en Úkraínumenn að afl lýðræðisþjóða í Evrópu til að tryggja hagsmuni sína felst í aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Einhugur í stað efasemda Allar lýðræðisþjóðir álfunnar deila þessum skilningi...

Stríð Rússa gegn Úkraínu varpar skýru ljósi á mikilvægi alþjóðlegs samstarfs í utanríkis- og varnarmálum. Stefna Íslands hefur um langa hríð falist í vestrænum gildum: lýðræði, mannréttindum, velferð og frjálsum viðskiptum. Þessum markmiðum höfum við náð fram með aðild að Atlantshafsbandalaginu og innri markaði Evrópusambandsins í gegnum...

Skoðana­kannanir hafa í gegnum tíðina sýnt mikla ó­á­nægju með stjórn­kerfi fisk­veiða. Af­gerandi meiri­hluti er yfir­leitt á móti. Við fyrstu sýn lýsa skoðana­kannanir því mjög ein­dreginni af­stöðu alls al­mennings. Ein­föld spurning en flókinn veru­leiki Frá því að fyrstu kvóta­lögin voru sett fyrir nærri fjórum ára­tugum hefur þjóðin gengið ellefu...