Þorsteinn Pálsson

Á vordögum samþykkti Alþingi að Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri skyldi samkvæmt lögum landsins vera miskunnsami Samverji samfélagsins eins og sá í dæmisögunni. Hann ræður nú einn eigin álagningu, afurðaverði til bænda og útsöluverði til viðskiptavina sinna. Matvælaráðherra lýsir opinberlega bjargfastri trú sinni á hið nýja lögmál. Það felst...

Félagshyggja er ímynd VG og markaðsbúskapur er ímynd Sjálfstæðisflokks. Nú tala þingmenn beggja á þann veg að langt samstarfi við hinn flokkinn hafi veikt málefnalegan trúverðugleika þeirra. Í síðustu viku birti Viðskiptaráð árlega skýrslu um samkeppnishæfni þjóða, sem unnin er af svissneska viðskiptaháskólanum IMD. Háskólinn byggir...

Nýjum forseta lýðveldisins fylgja allar góðar óskir á nýrri vegferð. Í gegnum tíðina hefur ríkt friður um forsetaembættið meðan forsetinn hefur haldið frið við ríkisstjórn og Alþingi. Athygli vakti í kosningabaráttunni að nýkjörinn forseti gekk afdráttarlaust gegn stefnu ríkisstjórnarinnar um stuðning við Úkraínu, sem hefur breiðan stuðning...

Málefnalega verður kosninganóttin dauf þótt úr skoðanakönnunum megi lesa að talning atkvæða í forsetakjörinu á laugardag geti orðið spennandi. Ástæðan er sú að í stjórnarskrá lýðveldisins er hvergi að finna fót fyrir því að forsetaembættið hafi teljandi málefnalega þýðingu fyrir fólkið í landinu. Forsetaembættið er hefðarsæti en...

Vald Seðlabankans er ekki náttúrulögmál og kemur heldur ekki frá Guði. Sjálfstæði bankans er ákveðið í lögum frá Alþingi. Verðbólgumarkmiðið er svo ákveðið af forsætisráðherra. Með öðrum orðum: Svo lengi sem ákvarðanir seðlabankastjóra og peningastefnunefndar eru í samræmi við valdheimildir er bankinn ekki að gera neitt...

Stjórnarflokkarnir gerðu tilraun til þess að festa ótímabundnar nýtingarheimildir náttúruauðlinda í sessi með frumvarpi um lagareldi, sem fram kom fyrir páska. Sterk andstaða á Alþingi og úti í samfélaginu hefur haft þau áhrif að formaður atvinnuveganefndar hefur opnað á þann möguleika að horfið verði frá þessu...

Það skiptir máli hver gegnir embætti forseta lýðveldisins. Ekki vegna þess að forsetinn hafi veigamiklu stjórnskipulegu hlutverki að gegna. Hitt skiptir meira máli í því sambandi að forseti situr samkvæmt stjórnarskrá á hátindi stjórnkerfisins og er gjarnan kallaður þjóðhöfðingi án þess að það standi berum orðum...