Þorsteinn Pálsson

Vald Seðlabankans er ekki náttúrulögmál og kemur heldur ekki frá Guði. Sjálfstæði bankans er ákveðið í lögum frá Alþingi. Verðbólgumarkmiðið er svo ákveðið af forsætisráðherra. Með öðrum orðum: Svo lengi sem ákvarðanir seðlabankastjóra og peningastefnunefndar eru í samræmi við valdheimildir er bankinn ekki að gera neitt...

Stjórnarflokkarnir gerðu tilraun til þess að festa ótímabundnar nýtingarheimildir náttúruauðlinda í sessi með frumvarpi um lagareldi, sem fram kom fyrir páska. Sterk andstaða á Alþingi og úti í samfélaginu hefur haft þau áhrif að formaður atvinnuveganefndar hefur opnað á þann möguleika að horfið verði frá þessu...

Það skiptir máli hver gegnir embætti forseta lýðveldisins. Ekki vegna þess að forsetinn hafi veigamiklu stjórnskipulegu hlutverki að gegna. Hitt skiptir meira máli í því sambandi að forseti situr samkvæmt stjórnarskrá á hátindi stjórnkerfisins og er gjarnan kallaður þjóðhöfðingi án þess að það standi berum orðum...

„Við eigum að nota tímann núna. Við erum með ró núna og eigum að nota tímann, hvernig við getum komið þessu hagkerfi okkar betur fyrir þannig að við séum ekki með þessa háu verðbólgu, þessa háu vexti – það gagnast bæði fyrirtækjum og einstaklingum.“ Þetta eru...

„Við erum að eltast við vökvafræðilega eiginleika. Það er, að sjá hvernig sveigjanlegir eiginleikar kvikunnar breytast frá upptökum og út í jaðra. Því er svolítið stjórnað af gasinu, sem er í kvikunni. Gasið er að rjúka úr henni.“ Þetta er ekki greining Ólafs Þ. Harðarsonar prófessors...