Þorsteinn Pálsson

Á aðalfundi Evrópuhreyfingarinnar í Iðnó fyrr í þessum mánuði sat Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur og fyrrum alþingismaður í pallborði með þeim Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Ragnheiði Elfu Þorsteinsdóttur til þess að ræða stöðu Íslands í Evrópu. Þar lýsti Vilhjálmur því viðhorfi að almenn pólitísk rök væru þyngri...

Hávaðinn í umræðum á Alþingi hefur verið með meira móti eftir stjórnarskiptin. Halda mætti að þjóðfélagið logaði í átökum og götuóeirðum. Í veruleikanum er hins vegar allt með kyrrum kjörum. Hávaðinn á Alþingi endurspeglar með öðrum orðum ekki hljóðið í samfélaginu. Um form og aukaatriði geisar stöðugur...

Ný ríkisstjórn Samfylkingar Viðreisnar og Flokks fólksins hefur setið í rúma fjóra mánuði. Breytingarnar fara ekki fram hjá neinum. Ábyrg tök á ríkisfjármálum eru að vísu ekki með öllu sársaukalaus. En byrðunum er dreift með réttlátari hætti en áður. Ný skref í velferðarmálum hafa verið ákveðin í...

Þegar frækornið datt á unga litla sagði hann: „Himinninn er að hrynja.“ Þegar ný ríkisstjórn tilkynnti að gjald fyrir einkarétt til að nýta sameiginlega fiskveiðiauðlind landsmanna ætti að hækka um tíu milljarða króna hrundi himinninn yfir skrifstofur Samtaka fyrirtækja i sjávarútvegi. Fólkið á skrifstofunni sá sjávarútveginn okkar...

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fari fram eigi síðar en árið 2027. Það var sannarlega kominn tími til að gefa þjóðinni tækifæri til að rjúfa kyrrstöðuna. Í desember fannst mér hyggilegt að gefa drjúgan tíma til kosningabaráttunnar vegna...

Þegar aðalritari NATO var í Hvíta húsinu á dögunum treysti hann sér ekki til að taka afstöðu til hugmynda Bandaríkjanna um að innlima Kanada og Grænland. NATO var þó stofnað í þeim tilgangi einum að verja fullveldi aðildarríkjanna. Fyrir forsetakosningarnar 2016 staðhæfði Trump að NATO væri gagnslaust....

Í inngangsorðum Norður-Atlantshafssamningsins er lýst þeim meginreglum fullveldis og frelsis, sem Atlantshafsbandalagið snýst um. Í annarri grein sáttmálans eru svo ákvæði um friðsamleg og vinsamleg milliríkjaviðskipti og efnahagslega samvinnu. Í framkvæmd hefur sú hlið hvílt á Evrópusambandinu og EES-samningnum. Aðildarþjóðirnar geta að sjálfsögðu deilt um ýmis efni....