Þorsteinn Pálsson

„Maður upplifir sig bara sem vonda karlinn, það er bara þannig.“ Þetta er tilvitnun í Daða Hjálmarsson, útgerðarstjóra KG Fiskverkunar, sem einnig situr í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Tilefnið er frásögn Fréttablaðsins fyrir viku af nýrri rannsókn Kristjáns Vigfússonar kennara við Háskólann í Reykjavík á viðhorfi...

Salan á Íslandsbanka er annað af tveimur sér stefnumálum Sjálfstæðisflokksins, sem náð hafa fram að ganga í fimm ára stjórnarsamstarfi. Hitt er skattalækkunin, sem var hluti af kjarasamningum 2019. Það eru bara Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn, sem fylgja ákveðið þeirri almennu grundvallarhugmyndafræði að einkaframtakið, fremur en skattborgararnir,...

VG hélt flokksráðsfund í haust og Sjálfstæðisflokkur landsfund um liðna helgi. Þögnin um stærstu málin, sem blasa við almenningi og atvinnulífi, var á báðum fundunum meira áberandi en það sem ályktað var. Sú þögn sýnir hvernig frjálslynd, hófsöm og klassísk borgaraleg pólitík hefur gufað upp í stjórnarsamstarfinu...

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók á dögunum þá einstæðu ákvörðun að flytja skuldbindingar ríkissjóðs frá framtíðar skattborgurum til framtíðar eldri borgara. Um er að ræða átján ára gamla áhættu vegna ríkisábyrgðar á útlánum Íbúðalánasjóðs, sem nú heitir ÍL-sjóður. Hrunið jók á vandann og síðan hefur verið aukið...

Það er erfitt að finna orð sem lýsa óförum ríkisstjórnar breska Íhaldsflokksins. Óhætt er þó að fullyrða að stutt tilkynning um fjáraukalög eins ríkis hafi ekki í annan tíma valdið jafn miklu uppnámi. Kúvending ríkisfjármálastefnu með ábyrgðarlausum ákvörðunum um skattalækkanir og aukin útgjöld komu fjármálakerfi Bretlands...

Aðgerðir í loftslagsmálum til að ná kolefnishlutleysi hafa framkallað græna iðnbyltingu um allan heim. Íslendingar þurfa að nálgast verkefnið með því að velja leiðir, sem geta verið allt frá því að vera virkir þátttakendur í þessari byltingu með áframhaldandi hagvexti og bættum lífskjörum til þess...