Þorsteinn Pálsson

Lykilatriði í búskap hverrar þjóðar er að tryggja samkeppnishæfni atvinnulífsins. Þjónusta ríkisins þarf líka að standast samanburð við það besta sem þekkist í grannlöndunum. Ríkissjóður Íslands stendur jafnfætis öðrum að því leyti að heimildir til skattheimtu eru svipaðar. Hins vegar geta aðrar kerfislegar aðstæður skekkt samkeppnisstöðu ríkissjóðs...

Við höfum það sem til þarf … Við erum að bjarga heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og samgöngunum frá langvinnri vanrækslu og ásælni peningaaflanna í landinu … Erum við ekki ánægð með aukið fjármagn til heilbrigðismála?“ Þetta eru tilvitnanir í ræðu Svandísar Svavarsdóttur ráðherra í sjónvarpsumræðum um stefnu ríkisstjórnarinnar í desember...

Fyrir tveimur árum voru fluttar fréttir af því að íslenskir bændur fengju lægstu laun í Evrópu fyrir dýrasta kjöt álfunnar. Þetta tvöfalda Evrópumet sagði talsverða sögu um nauðsyn umbreytinga. Forystumenn bænda kölluðu þá og aftur nú á liðsinni stjórnvalda. Tengsl Í samráðsgátt stjórnvalda má lesa einu hugmyndina, sem fæddist...

Fjárlagafrumvarpið er heil bók og því að jafnaði þykkasta málið, sem lagt er fyrir Alþingi. Að auki er það þungt aflestrar og fremur þurrt. Fjárlagaumræðan tekur yfirleitt drjúgan tíma en vekur sjaldnast almennan áhuga úti í samfélaginu. Oftast er það þannig að efnahagsleg prinsipp og kerfisleg viðfangsefni...

„Maður upplifir sig bara sem vonda karlinn, það er bara þannig.“ Þetta er tilvitnun í Daða Hjálmarsson, útgerðarstjóra KG Fiskverkunar, sem einnig situr í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Tilefnið er frásögn Fréttablaðsins fyrir viku af nýrri rannsókn Kristjáns Vigfússonar kennara við Háskólann í Reykjavík á viðhorfi...

Salan á Íslandsbanka er annað af tveimur sér stefnumálum Sjálfstæðisflokksins, sem náð hafa fram að ganga í fimm ára stjórnarsamstarfi. Hitt er skattalækkunin, sem var hluti af kjarasamningum 2019. Það eru bara Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn, sem fylgja ákveðið þeirri almennu grundvallarhugmyndafræði að einkaframtakið, fremur en skattborgararnir,...