Viðreisn

Fyrsti framboðslistinn sem Viðreisn kynnir fyrir þingkosningarnar sem fram fara þann 25. september næstkomandi er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir, sviðsstjóri og doktor í umhverfisfræðum. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, jarðfræðingur og bæjarfulltrúi í Árborg, skipar þriðja sæti...

Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri og fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og á Fljótsdalshéraði, leiðir lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og markþjálfi, skipar 2. sæti á listanum. Viðreisn kynnti þau tvö með myndbandi á Instagram og Facebook síðum flokksins. Eiríkur, sem er menntaður íþróttafræðingur, hefur...

Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og fyrrum formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja mun leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Þetta kom fram í myndbandi á Instagram og Facebook síðum Viðreisnar. „Ég vil vinna að breytingum sem leiða til jafnræðis, aukins frelsis og meiri virðingar fyrir fjölbreytni mannlífsins,“ segir Guðbrandur. „Í...

Fjögur landshlutaráð Viðreisnar af fimm hafa tekið ákvörðun um hvaða leið verði farin við röðun á framboðslista fyrir kosningar í haust. Landshlutaráð Reykjavíkur, Suðvesturkjördæmis, Suðurkjördæmis og Norðvesturkjördæmis hafa öll fundað og ákveðið að nota uppstillingu við skipan á lista þessara fimm kjördæma að þessu sinni. Landshlutaráð...

Fjölmennt sveitarstjórnarþing Viðreisnar var haldið laugardaginn 30. janúar. Voru þar mætt kjörnir fulltrúar flokksins, nefndarfólk Viðreisnar í sveitarstjórnum og aðrir áhugasamir flokksmenn um sveitarstjórnarmál. Er þetta í annað sinn sem sveitarstjórnarþing Viðreisnar er haldið en fyrsta þingið var haldið í janúar 2019. Viðreisn bauð fyrst...

— Stjórn Viðreisnar fordæmir hvers konar ógnanir og ofbeldi gegn stjórnmálafólki. Það er von okkar að viðbrögð samfélagsins alls verði með þeim hætti að árásum þessum linni þegar í stað.

Stjórn sveitarstjórnarráðs Viðreisnar boðar til sveitarstjórnarþings laugardaginn 30. janúar, frá kl. 10-14. Þingið verður rafrænt að þessu sinni.  Kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstiginu og þau sem starfa í nefndum/ráðum sveitarfélaga fyrir Viðreisn ættu öll að hafa fengið tölvupóst um þingið og skráningu. Hafi sá tölvupóstur ekki...