Þegar framboðsfrestur til embætta, utan varaformanns, rann út kl. 12.00 miðvikudaginn 23. september höfðu borist alls 20 tilkynningar félagsmanna um framboð. Samkvæmt ákvörðun stjórnar verður opnað fyrir kosningu á vidreisn.is kl. 8.00, föstudaginn 25. september og verður hægt að kjósa til allra embætta, utan varaformanns til...

Viðreisn hefur lagt fram tillögur að markvissum aðgerðum til að bregðast við yfirstandandi samdrætti með afgerandi hætti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Jón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis kynntu tillögurnar á blaðamannafundi í Ármúlanum í morgun. Í máli þeirra...

Viðreisn tók landspildu undir Hulduklettum í Heiðmörk í fóstur til framtíðar og fagnaði fjögurra ára afmæli sínu með fyrstu gróðursetningu í lundinum. Haldin var nafnasamkeppni til að velja besta nafnið fyrir lundinn. Á annan tug tilnefninga bárust frá flokksfólki og margar hverjar einstaklega skemmtilegar. En...

Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitti á laugardag Uppreisnarverðlaunin, sem eru árlega veitt sem viðurkenning á og þakklætisvott fyrir óeigingjarnt starf í þágu frelsis, jafnréttis og opnara samfélags, en það eru grunngildi félagsins. Verðlaunin eru veitt í tvennu lagi, annars vegar til einstaklings og hins vegar til...

Viðreisn hélt upp á fjögurra ára afmæli sitt með pompi og pragt í Heiðmörk fyrr í dag. Fjöldi fólks kom þar saman og gróðursetti tré í nýjum lundi Viðreisnar. Úrslit nafnasamkeppni voru tilkynnt og hlaut lundurinn nafnið Frjálslundur, sem er vísun í eina af grunnstoðum...

Aðalfundur Viðreisnar í Mosfellsbæ verður haldinn þriðjudaginn 2. júní 2020 kl. 20.00. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Viðreisnar í Ármúla 42, Reykjavík. Á dagskrá er: Venjulega aðalfundarstörf Önnur mál   Allt félagsfólk Viðreisnar í Mosfellsbæ er velkomið. Það verður heitt á könnunni. Stjórnin  ...

Jenný Guðrún Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Viðreisnar. Jenný er menntaður kennari, hefur próf í verðbréfamiðlun og er í stjórnunarnámi. Hún starfaði í tæpan áratug í fjármálageiranum, síðast sem rekstrarstjóri. Jenný tók þátt í stofnun Viðreisnar og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hún sat í...