Kæru landsmenn. Hér áttum við að heyra stefnuræðu forsætisráðherra. En í staðinn fengum við varnarræðu ríkisstjórnarinnar. Uppfulla af réttlætingu yfir því að ráðherrarnir fóru þvert gegn eigin yfirlýsingum í upphafi faraldursins - um að gera meira en minna. Réttlæting á því að þau tóku lítil skref...

Velheppnuðu landsþingi Viðreisnar lauk nú rétt í þessu með kjöri Daða Más Kristóferssonar sem varaformanns Viðreisnar. Alls kusu 211 og hlaut Daði Már 198 atkvæði. Ágúst Smári Bjarkarson fékk 8 atkvæði. Auð atkvæði voru fimm.  Fyrr á þinginu var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir endurkjörin sem formaður með...

Þegar framboðsfrestur til embætta, utan varaformanns, rann út kl. 12.00 miðvikudaginn 23. september höfðu borist alls 20 tilkynningar félagsmanna um framboð. Samkvæmt ákvörðun stjórnar verður opnað fyrir kosningu á vidreisn.is kl. 8.00, föstudaginn 25. september og verður hægt að kjósa til allra embætta, utan varaformanns til...

Viðreisn hefur lagt fram tillögur að markvissum aðgerðum til að bregðast við yfirstandandi samdrætti með afgerandi hætti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Jón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis kynntu tillögurnar á blaðamannafundi í Ármúlanum í morgun. Í máli þeirra...

Viðreisn tók landspildu undir Hulduklettum í Heiðmörk í fóstur til framtíðar og fagnaði fjögurra ára afmæli sínu með fyrstu gróðursetningu í lundinum. Haldin var nafnasamkeppni til að velja besta nafnið fyrir lundinn. Á annan tug tilnefninga bárust frá flokksfólki og margar hverjar einstaklega skemmtilegar. En...

Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitti á laugardag Uppreisnarverðlaunin, sem eru árlega veitt sem viðurkenning á og þakklætisvott fyrir óeigingjarnt starf í þágu frelsis, jafnréttis og opnara samfélags, en það eru grunngildi félagsins. Verðlaunin eru veitt í tvennu lagi, annars vegar til einstaklings og hins vegar til...

Viðreisn hélt upp á fjögurra ára afmæli sitt með pompi og pragt í Heiðmörk fyrr í dag. Fjöldi fólks kom þar saman og gróðursetti tré í nýjum lundi Viðreisnar. Úrslit nafnasamkeppni voru tilkynnt og hlaut lundurinn nafnið Frjálslundur, sem er vísun í eina af grunnstoðum...