Viðreisn hefur lagt fram tillögur að markvissum aðgerðum til að bregðast við yfirstandandi samdrætti með afgerandi hætti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Jón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis kynntu tillögurnar á blaðamannafundi í Ármúlanum í morgun. Í máli þeirra...

Viðreisn tók landspildu undir Hulduklettum í Heiðmörk í fóstur til framtíðar og fagnaði fjögurra ára afmæli sínu með fyrstu gróðursetningu í lundinum. Haldin var nafnasamkeppni til að velja besta nafnið fyrir lundinn. Á annan tug tilnefninga bárust frá flokksfólki og margar hverjar einstaklega skemmtilegar. En...

Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitti á laugardag Uppreisnarverðlaunin, sem eru árlega veitt sem viðurkenning á og þakklætisvott fyrir óeigingjarnt starf í þágu frelsis, jafnréttis og opnara samfélags, en það eru grunngildi félagsins. Verðlaunin eru veitt í tvennu lagi, annars vegar til einstaklings og hins vegar til...

Viðreisn hélt upp á fjögurra ára afmæli sitt með pompi og pragt í Heiðmörk fyrr í dag. Fjöldi fólks kom þar saman og gróðursetti tré í nýjum lundi Viðreisnar. Úrslit nafnasamkeppni voru tilkynnt og hlaut lundurinn nafnið Frjálslundur, sem er vísun í eina af grunnstoðum...

Aðalfundur Viðreisnar í Mosfellsbæ verður haldinn þriðjudaginn 2. júní 2020 kl. 20.00. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Viðreisnar í Ármúla 42, Reykjavík. Á dagskrá er: Venjulega aðalfundarstörf Önnur mál   Allt félagsfólk Viðreisnar í Mosfellsbæ er velkomið. Það verður heitt á könnunni. Stjórnin  ...

Jenný Guðrún Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Viðreisnar. Jenný er menntaður kennari, hefur próf í verðbréfamiðlun og er í stjórnunarnámi. Hún starfaði í tæpan áratug í fjármálageiranum, síðast sem rekstrarstjóri. Jenný tók þátt í stofnun Viðreisnar og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hún sat í...

Viðreisn er frjálslyndur stjórnmálaflokkur sem berst fyrir réttlátu samfélagi, stöðugu efnahagslífi, þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi og fjölbreyttum tækifærum. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri flokksins, verkefnastjórnun, áætlunum, eftirfylgni og fjárreiðum í samráði við stjórn og framkvæmdastjórn. Framkvæmdastjóri skipuleggur viðburði og fundi í samstarfi við stjórn og...