Framsóknarmenn virðast ekki átta sig á því að lánin virka nákvæmlega eins og lán sem nú þegar eru leyfð og berjast af hörku gegn þessu frumvarpi. Áhættan er engu meiri eða minni en áhætta af erlendum lánum. Verst fannst mér að heyra Sigurð Inga Jóhannsson tala með þeim hætti að hér væri stórkostleg ný vá á ferð, því að ég er viss um að hann veit betur. Yfirleitt finnst mér hann málefnalegur.

Í stjórnarsáttmálanum kemur fram vilji til þess að endurskoða aðferðir við ráðstöfun innflutningskvóta á landbúnaðarafurðum sem hafa verið boðnir upp fram að þessu við litlar vinsældir. Hér verður fjallað stuttlega um þessa kvóta og tilurð þeirra. Í svo nefndri Uruguay lotu hjá GATT/WTO sem stóð frá...