Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir

Þingmaður. Býr með dætrum sínum, Elísabetu Unu (19 ára), Kristrúnu (16 ára) og Maríu Guðrúnu (8 ára) og köttunum Símoni og Shakiru. Áhugamál eru bækur, kvikmyndir og áhrifakonur sögunnar. Obba brennur fyrir að Ísland verði land góðra lífskjara, frjálslyndis og jafnréttis.

„Gæti sparað 150 milljarða“ sagði í fyrirsögn Moggans í fyrstu frétt af hugmyndum fjármálaráðherra um aðgerðir vegna erfiðrar stöðu gamla Íbúðalánasjóðsins. Ég játa að forvitni mín kviknaði enda hefur Viðreisn kallað eftir að fjármálaráðherra sýni aðhald í fjármálum ríkisins en jafnan án árangurs. Ríkisstjórnin rak...

Ríkisstjórnin kynnti á dögunum það sem hún kallar heildstæða áætlun um uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu til 2030. Það er stórt og mikið nafn fyrir áætlun sem fjallar um að byggja nýtt hús. Nýjan spítala. Það er sannarlega mikilvægt því spítalinn er löngu kominn á tíma. Ríkisstjórnin...

Höfuðóvinur fólksins í landinu er verðbólgan segir ríkisstjórnin. Matvara hækkar á milli búðaferða, húsnæðislánin bólgna og fólk hefur áhyggjur af heimilisbókhaldinu. Um 4500 heimili munu ekki lengur njóta góðs af föstum vöxtum óverðtryggða lána á þessu ári og verða ekki lengur varin fyrir vaxtasirkusnum lengur. ...

Orð fjármálaráðherra í gær sýna að hann tekur til sín að markaðurinn hefur misst trúna á því að Sjálfstæðisflokkurinn geti stýrt efnahagsmálunum. Það eru auðvitað tíðindi að fjármálaráðherra skuli viðurkenna að ríkisstjórnin hafi misst tiltrú fólks á að hún geti náð verðbólgunni niður. Nýkynnt fjármálaáætlun...