12 apr Klofinn Sjálfstæðisflokkur
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra brást við tveimur tillögum okkar í Viðreisn um nýja nálgun Evrópumálanna með grein í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag. Fyrirsögnina um „snemmbúið aprílgabb“ tekur hann úr leiðara Morgunblaðsins, sem skrifaður var af sama tilefni 1. apríl. Leiðaraopna Morgunblaðsins þennan dag, sem grein ráðherrans birtist,...