Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók á dögunum þá einstæðu ákvörðun að flytja skuldbindingar ríkissjóðs frá framtíðar skattborgurum til framtíðar eldri borgara. Um er að ræða átján ára gamla áhættu vegna ríkisábyrgðar á útlánum Íbúðalánasjóðs, sem nú heitir ÍL-sjóður. Hrunið jók á vandann og síðan hefur verið aukið...

Eftir lokun markaða á fimmtudag hélt fjármálaráðherra blaðamannafund þar sem hann kynnti að Íbúðalánasjóður færi að óbreyttu í þrot eftir 12 ár og að þá myndi reyna á ríkisábyrgð. Samkvæmt þessari sviðsmynd liggur líka fyrir að næstu 12 árin á sjóðurinn fyrir skuldbindingum sínum. Á...

Í allt sumar hefur fjárlagafrumvarp verið í smíðum hjá ríkisstjórninni. Þar sitja 12 ráðherrar í 12 ráðuneytum hjá þjóð sem telur tæplega 380.000 manns. Í allt sumar hafa vaxtahækkanir Seðlabankans valdið heimilum landsins áhyggjum, enda hafa mánaðarlegar afborganir lána á mörgum heimilum hækkað um tugi...

Ríkisstjórnin hóf sjötta þingvetur sinn í vikunni. Af því tilefni hafa stjórnmálafræðingar látið í ljós það álit að næsta ár geti reynst henni þungt í skauti. Snúin úrlausnarefni blasa við. Svo hafa flokkarnir í vaxandi mæli látið sérskoðanir sínar í ljós þvert á sameiginlega niðurstöðu í...

Síðustu mánuði hefur veðrið vikið fyrir vöxtunum, sem helsta umræðuefni daglegs lífs. Forysta verkalýðsfélaganna birtir reglulega svimandi útreikninga um áhrif vaxtahækkana á heimilin. Enginn getur andmælt þeim. Sagan endurtekur sig. Verðbólgan þrengir mest að þeim sem lakast eru settir. Svarið Seðlabankinn segir að þetta sé vopnið sem bíti. Það...

309 kjarasamningar renna út næstu mánuði. Meðal þeirra eru samningar allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands, auk kjarasamnings BSRB við sveitarfélögin og fjöldi samninga ýmissa félaga háskólamenntaðra við ríki og sveitarfélög. Lífskjarasamningurinn sem nær til yfir 100.000 launþega í stærstu stéttarfélögum landsins rennur út fyrir áramót. Framundan eru...