Landsþing Viðreisnar verður haldið helgina 13.-15. mars 2020. Ábendingar bárust um að fyrri dagsetning landsþings, sem fyrirhuguð var í lok febrúar, skaraðist á við vetrarfrí í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og ákvað stjórn flokksins að bregðast við þessum ábendingum. Nánari upplýsingar um dagskrá og skipulag þingsins berast...

Ársreikningur Viðreisnar fyrir árið 2018 er nú birtur og hefur útdráttur úr honum verið birtur á vef Ríkisendurskoðunar. Árið 2018 var viðburðaríkt líkt og fyrri ár; þriðja kosningaár flokksins sem þó varð einungis tveggja ára í maí 2018. Að þessu sinni voru það fyrstu sveitarstjórnarkosningar...

Viðreisn hefur samið við Hagvang um að taka í notkun þjónustu Siðferðisgáttarinnar fyrir alla skráða félaga og starfsmenn í Viðreisn. Með þjónustunni gefst félagsmönnum óháður vettvangur til að koma ábendingum á framfæri ef þeir verða fyrir óæskilegri háttsemi eða upplifa vanlíðan í störfum sínum fyrir flokkinn. Markmið Siðferðisgáttarinnar...

Svanborg Sigmarsdóttir stjórnmálafræðingur hefur tekið til starfa sem framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Viðreisnar og verkefnastjóri sveitarstjórnarmála. „Hugsjónir Viðreisnar um frjálslyndi, frelsi, jafnréttismál, umhverfismál og alþjóðasamvinnu ríma vel við mína sannfæringu um gott og réttlátt samfélag. Því hlakka ég mjög til að taka þátt í starfi Viðreisnar,“ segir...