Við höfum sett fram slagorðið: Hægri hagstjórn, vinstri velferð.
Munurinn á okkur og flokkum sem liggja lengst til vinstri er að við ætlum ekki að taka lán fyrir velferðinni eða skattleggja þjóðina í drep. Við ætlum ekki að skuldsetja börnin okkar til að pumpa lofti í velferðarkerfið. Velferðin þarf að byggjast á traustum grunni.
Ari Trausti Guðmundsson, sá ágæti þingmaður VG, gerði lítið úr hægri hagstjórn, vinstri velferð og spurði: „Eða hver myndi skilja ef ég segðist á hinn bóginn stunda vinstri hagstjórn og hægri velferð?“ Það er hárrétt hjá Ara Trausta að tilhugsunin setur að okkur hroll við tilhugsunina. Einmitt þess vegna er okkar slagorð eins og það er.