Ríkisstjórnin hefur gefið tvö stór loforð, sem leysa þarf á næstu vikum. Annað er að greiða stóran hluta af kostnaði atvinnufyrirtækja við gerð kjarasamninga. Hitt er að Grindvíkingar verði ekki fyrir fjárhagslegum skaða vegna náttúruhamfaranna. Þetta eru eðlisólík mál. Þátttaka ríkissjóðs í kjarasamningum einkafyrirtækja ætti að...

Það blasir við öllum að staða Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, er mjög veik. Það er auðvitað með talsverðum ólíkindum að undanfarnar vikur hefur ráðherra setið í meirihlutastjórn án þess að njóta stuðnings samstarfsflokkanna. Útspili hennar í morgun, um að óháðir aðilar fari yfir þá stjórnsýslu og...

Það er áhugavert að á sama tíma og sprengjum rignir yfir fjölskyldur örfárra tjaldbúa á Austurvelli virðist utanríkisráðherra hafa meiri áhyggjur af tjöldunum en sprengjunum. Það er sjálfsagt og eðlilegt að ræða með hvaða hætti fólk má mótmæla á Austurvelli en við verðum öll að...

Starfshópi sem ætlað var það verkefni að skoða framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga til lengri tíma, sem skipaður var vegna afleiðinga náttúruhamfaranna í Grindavík, skilaði innviðaráðherra tillögum fyrir síðustu jól. Niðurstaða hópsins var sú að nóg er til af lóðum til uppbyggingar á nýju húsnæði, verði...

Allt er breytt, jarðhræringarnar á Reykjanesskaga og hamfarirnar í Grindavík hafa breytt öllum forsendum byggðarþróunar á höfuðborgarsvæðinu. Við þurfum að skoða skipulagsmálin upp á nýtt. Vænt fólksfjölgun næstu áratuga mælist í tugum þúsunda og ætla má að flestir þeirra muni vilja búa á SV horninu....

Stjórnarflokkarnir staðhæfa að hlutdeild ríkissjóðs í lausn kjarasamninga muni ráða úrslitum um framvindu verðbólgu og vaxta. En munu væntanlegar aðgerðir ríkissjóðs í raun stuðla að lækkun verðbólgu? Eru stjórnarflokkarnir sammála um niðurskurð eða tekjuöflun vegna nýrra útgjalda? Hvaða áhrif hefur ólík hugmyndafræði stjórnarflokkanna á möguleika...