Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga síðastliðið vor var okkur í Viðreisn tíðrætt um þjónustuborgina Reykjavík. Þjónustuborgina þar sem notendamiðuð nálgun er höfð að leiðarljósi, íbúum eru spöruð sporin, fyrirtækjum gert auðvelt að sækja um leyfi af ýmsum toga og svo framvegis. Við sögðumst vilja einfalda líf borgarbúa...

Góð borg einkennist af fjölmörgu. Í aðdraganda borgar­stjórnarkosninga í vor varð okkur tíðrætt um frjálslynda og jafnréttissinnaða borg þar sem íbúar eru jafnir, án tillits til kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna eða annars. Það er því góð tilfinning að koma að stjórn borgar með meirihluta...

Ég fylgist með leið 1 keyra eftir Gömlu-Hring­braut í vest­ur­átt. Strætó­inn stoppar við Lands­spít­ala. Út kemur skeggj­aður nemi með tón­list í eyr­un­um. Hann gengur aftur fyrir vagn­inn og út á gang­braut­ina. Grár jepp­lingur kemur aðvíf­andi úr hinni átt­inni og fram hjá strætón­um. Nem­inn, sem er...

Þegar tafir verða á sölu fast­eigna skapar það mik­inn kostn­að, meðal ann­ars í formi vaxta. Kostn­að­ur­inn hækkar verðið á hús­næð­inu og lendir á end­anum á íbúum borg­ar­inn­ar, það er að segja fólki sem er að leita sér að þaki yfir höf­uðið og ver oft stærstum...

Ef gengið er í vest­ur­átt í 5 mín­útur frá Ing­ólfs­torgi er komið að Ægis­götu. Ægis­gata markar enda­lok gjald­skyld­unn­ar, vestan við hana má leggja frítt. Það þýðir auð­vitað að þeir sem vilja leggja frítt rúnta þennan bæj­ar­hluta á morgn­ana  í leit að stæð­um, með til­heyr­and­i ­bög­g­i ­fyrir fólkið...

Siggi vill sækja um vínveitingarleyfi. Siggi þarf að fara til sýslumanns með búsetuvottorð, búsforræðisvottorð, útprentað vasknúmer, sakarvottorð, vottorð frá innheimtumanni ríkissjóðs, teikningu af húsnæðinu, og nokkur önnur skjöl til viðbótar. Búsetuvottorðið, sem sannar að hvar hann býr, þarf hann á fá í Borgartúni hjá Þjóðskrá. Búsforræðisvottorðið,...