Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Alþingismaður og formaður Viðreisnar. Gift Kristjáni Arasyni og eiga þau þrjú börn, Gunnar Ara, Gísla Þorgeir og Katrínu Erlu. Hundur fjölskyldunnar heitir Birta og er gulur labrador. Áhugamál eru Sveitalífið, bækur, ferðalög, göngur, listir, íþróttir, rólegheit. Þorgerður Katrín brennur fyrir því að breyta samfélaginu með okkur, koma á stöðugum efnahag og halda utan um unga fólkið okkar.

Loftslagsmálin verða að vera í brennidepli hjá næstu ríkisstjórn enda fékk mannkynið „rauða aðvörun“ í nýrri skýrslu IPCC eins og António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna orðaði það. Viðreisn mun berjast fyrir því að Ísland geri margfalt betur en fráfarandi ríkisstjórn lagði upp með sinni stöðnunarpólitík....

Fyrr í vetur lagði Viðreisn fram beiðni á Alþingi um skýrslu sem felur í sér kortlagningu eignarhalds og umsvifa íslenskra útgerðarfyrirtækja og dótturfyrirtækja þeirra í íslensku atvinnulífi. Þetta er lykilplagg. Plagg sem ríkisstjórnin virðist ætla að stinga undir stól fram yfir kosningar. Það er svo...

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra var ekki lengi að stökkva til eftir formlega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og lýsa því yfir að hún „skapi mikil sóknartækifæri fyrir Íslendinga“. Hann sagðist bjartsýnn á að tollar í vöruviðskiptum milli Íslands og Bretlands myndu lækka þegar endanlegur fríverslunarsamningur milli...

Eðli­lega finnst mörg­um að kosn­ing­ar snú­ist helst um lof­orðal­ista. Hitt er þó nær sanni að mik­il­væg­ustu ákv­arðan­irn­ar snú­ast um val á milli ólíkra leiða eða mis­mun­andi kosta. Stöðugur gjald­miðill Flókn­ustu ágrein­ings­mál­in koma upp þegar flokk­ar benda á mis­mun­andi leiðir til þess að ná sam­eig­in­leg­um mark­miðum. Þær eru...

Það var hressandi að lesa nýlega Morgunblaðsgrein þeirra Árna Sigurjónssonar formanns Samtaka iðnaðarins og Sigurðar Hannessonar framkvæmdastjóra þeirra. Þeir fjölluðu þar skýrt og skilmerkilega um nýja sókn atvinnulífsins og endurreisn hagkerfisins. Þetta eru sannarlega þau mál sem mikilvægast er að stjórnvöld beiti sér fyrir og kosningarnar...

Mér þykir vænt um stjórnmál. Ánægjan felst meðal annars í samstarfi við gott fólk í öllum flokkum. Sjá hugsjónir og hluti raungerast sem barist hefur verið fyrir. En ekki síður vegna samtalsins við alls konar einstaklinga þvert yfir samfélagið um margvíslegar langanir, óskir, þarfir. Hin...

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra brást við tveim­ur til­lög­um okk­ar í Viðreisn um nýja nálg­un Evr­ópu­mál­anna með grein í Morg­un­blaðinu síðastliðinn fimmtu­dag. Fyr­ir­sögn­ina um „snemm­búið aprílgabb“ tek­ur hann úr leiðara Morg­un­blaðsins, sem skrifaður var af sama til­efni 1. apríl. Leiðara­opna Morg­un­blaðsins þenn­an dag, sem grein ráðherr­ans birt­ist,...