Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Alþingismaður og formaður Viðreisnar. Gift Kristjáni Arasyni og eiga þau þrjú börn, Gunnar Ara, Gísla Þorgeir og Katrínu Erlu. Hundur fjölskyldunnar heitir Birta og er gulur labrador. Áhugamál eru Sveitalífið, bækur, ferðalög, göngur, listir, íþróttir, rólegheit. Þorgerður Katrín brennur fyrir því að breyta samfélaginu með okkur, koma á stöðugum efnahag og halda utan um unga fólkið okkar.

Þverskurður hins pólitíska litrófs á Íslandi hefur með einum eða öðrum hætti komið að uppbyggingu fiskveiðistjórnunarkerfisins okkar á umliðnum áratugum. Blessunarlega, en í því felst ákveðin samstaða og nokkuð víðtækur stuðningur. Kvótakerfið, sem byggir á sjálfbærni og vísindalegri ráðgjöf, er að mestu leyti öflugt og...

Trump Bandaríkjaforseti hneykslast meir en flestir á falsfréttum. Forystumenn Miðflokksins eru stundum gáttaðir á lýðskrumi. Í síðustu viku tylltu þingmenn Sjálfstæðisflokksins sér þægilega á þessa hneykslunarhellu. En ekki endilega óvænt. Tilefnið var beiðni okkar um að sjávarútvegsráðherra skilaði skýrslu til Alþingis um samanburð á heildargreiðslum Samherja...

„Æi, ég nenni ekki að tipla á tánum í kringum þetta. Ég spái því að í næstu kosningum fari flokkar eins og Miðflokkur og Flokkur fólksins í samkeppni um það hver er með digurbarkalegustu yfirlýsingar í garð EES-samningsins,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sem...