Viðreisn áætlar að ráðstöfunartekjur heimilanna aukist um 72 þúsund krónur á mánuði á komandi kjörtímabili með því að tengja krónuna við evru, þar sem vextir, vöruverð og þjónustukostnaður munu lækka. Það eru tæpar 900 þúsund krónur á ári ef miðað er við par með tvö...

Málefni þeirra sem eldast eru mál málanna í heilbrigðiskerfinu að mínu mati.  Því miður þá berast nær vikulega fréttir af fráflæðisvanda Landspítalans.  Orð sem gefur til kynna að inn á spítalanum liggja einstaklingar sem ekki geta farið í aðra þjónustu, er mætir þeirra þörfum, þeirra...

Þann 9. september síðastliðinn birti heilbrigðisráðuneytið tvær áfangaskýrslur um óbein áhrif af Covid-19. Það þarf í sjálfu sér ekki að koma mikið að óvart að úr þessu má lesa að geðheilbrigði þjóðarinnar hefur farið versnandi. Sérstaklega er tekið fram að faraldurinn hafi haft afgerandi neikvæð áhrif...

Oft er talað um það á vettvangi stjórnmálanna að stöðugleiki sé mikilvægur. Þetta heyrist ekki síst núna af hálfu ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Stöðugleiki er grundvallarþáttur en hann má þó ekki vera réttlæting fyrir að styðja ekki hagsmuni almennings. Þá er stöðugleikinn ekki orðinn annað en skjól...

Fyrsta frétt RÚV kvöld eitt í síðustu viku var svar Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við þeirri þungu umræðu sem nú fer fram um ófullnægjandi húsnæði geðdeildar Landspítala. Af alkunnri ábyrgðartilfinningu fyrir embætti sínu sagði heilbrigðisráðherra við þjóðina að það væri umhugsunarefni að forverar hennar í ráðherrastólnum skyldu...

Það er ekki ofsagt að heilbrigðiskerfið okkar hafi verið í sviðsljósinu á kjörtímabilinu sem er að líða. Heilbrigðisráðherra reið á vaðið í upphafi með hástemmdum yfirlýsingum um að helsta verkefni þessarar ríkisstjórnar væri að bjarga heilbrigðiskerfinu. Ráðherrar samstarfsflokkanna kinkuðu kolli, hver vill enda ekki verða...